Torres, Falcao, Konchesky og Djemba-Djemba meðal verstu kaupa í sögu úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2021 17:00 Fernando Torres náði sér aldrei á strik hjá Chelsea. Mynd/AP Það styttist í að félagaskiptaglugginn á Englandi, og víðar um Evrópu, loki. Eftir það þurfa knattspyrnulið álfunnar að sætta sig við þá leikmenn sem eru á launaskrá þeirra. Four Four Two tók saman tíu verstu félagaskipti á gluggadegi frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn