„Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2021 15:21 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að lýðræði sé ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur heldur líka nálgun á stjórnmál. „Áhersla á fólk - hugmyndir þess, velferð og valdeflingu - og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta kom fram á fundi Pírata þar sem kosningastefna flokksins var kynnt í dag. Þórhildur Sunna segir loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórða iðnbyltingin vera áskoranir samtímans - ekki framtíðar. „Við erum komin á þann tímapunkt í sögunni að það þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að tala um framtíðin hitt, framtíðin þetta eða að hún ráðist á miðjunni. Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálfvirknivæðingin er hafin. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna,“ segir Þórhildur Sunna. Kosningastefna Pírata sem kynnt var hefur fengið yfirskriftina „Lýðræði – ekkert kjaftæði“. Píratar samþykktu kosningastefnu í 24 köflum í sumar, þar sem lýðræðið og valdefling fólks er sagður rauður þráður í gegnum alla stefnuna. „Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálfbært velsældarsamfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli. Þetta samfélag hvílir á fimm stoðum, sem Píratar kynntu í dag: Efnahagskerfi 21. aldarinnar Ný mælitæki í stað þess að einblína á hagvöxt Mengandi og auðugir bera byrðarnar Öll opinber útgjöld endurskoðuð Hærri persónuafsláttur og dregið úr skerðingum Umhverfis- og loftslagshugsun Kolefnishlutleysi árið 2035 Ábyrgðin færð á stjórnvöld og mengandi stórfyrirtæki Jákvæðir hvatar til að flýta grænvæðingunni Orku forgangsraðað í þágu smærri notenda Nýja stjórnarskráin, auðvitað Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum Forsendan fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Virkar varnir gegn spillingu Efling eftirlitsstofnana og lagaumhverfis Endurskoðun á starfsumhverfi fjölmiðla Aukin vernd fyrir uppljóstrara Rannsóknir á fjárfestingaleið Seðlabankans og spillingu í sjávarútvegi Róttækar breytingar í sjávarútvegi Eign þjóðarinnar á auðlindinni staðfest í stjórnarskrá Uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar Allur afli í gegnum innlendan markað og verðlagsstofa skiptaverðs lögð niður Refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á fundinum að allar stefnur miði að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra sé mætt. „Grundvöllur velsældar í framtíðinni verður öflugt nýsköpunarumhverfi þar sem Píratar leggja fram aðgerðaráætlun í 20 liðum. Öruggt húsnæði, öflugt menntakerfi, hágæða heilbrigðiskerfi og lýðræði - ekkert kjaftæði - eru máttarstólpar hins sjálfbæra framtíðarsamfélags sem við Píratar ætlum að skapa.“ Í tilkynningu frá flokknum segir að Björn Leví hafi jafnframt tiltekið nokkur atriði sem finna megi í framtíðarsýn Pírata: Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum. Uppstokkun og uppbygging á húsnæðismarkaði og sterkari staða leigjenda Nýr tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður Dregið úr skerðingum í stuðningskerfunum þangað til þær hverfa endanlega Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu og þvingunarlaus og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu. Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu. Nýsköpunarlandið Ísland sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna. Alþingiskosningar 2021 Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Þetta kom fram á fundi Pírata þar sem kosningastefna flokksins var kynnt í dag. Þórhildur Sunna segir loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórða iðnbyltingin vera áskoranir samtímans - ekki framtíðar. „Við erum komin á þann tímapunkt í sögunni að það þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að tala um framtíðin hitt, framtíðin þetta eða að hún ráðist á miðjunni. Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálfvirknivæðingin er hafin. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna,“ segir Þórhildur Sunna. Kosningastefna Pírata sem kynnt var hefur fengið yfirskriftina „Lýðræði – ekkert kjaftæði“. Píratar samþykktu kosningastefnu í 24 köflum í sumar, þar sem lýðræðið og valdefling fólks er sagður rauður þráður í gegnum alla stefnuna. „Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálfbært velsældarsamfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli. Þetta samfélag hvílir á fimm stoðum, sem Píratar kynntu í dag: Efnahagskerfi 21. aldarinnar Ný mælitæki í stað þess að einblína á hagvöxt Mengandi og auðugir bera byrðarnar Öll opinber útgjöld endurskoðuð Hærri persónuafsláttur og dregið úr skerðingum Umhverfis- og loftslagshugsun Kolefnishlutleysi árið 2035 Ábyrgðin færð á stjórnvöld og mengandi stórfyrirtæki Jákvæðir hvatar til að flýta grænvæðingunni Orku forgangsraðað í þágu smærri notenda Nýja stjórnarskráin, auðvitað Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum Forsendan fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Virkar varnir gegn spillingu Efling eftirlitsstofnana og lagaumhverfis Endurskoðun á starfsumhverfi fjölmiðla Aukin vernd fyrir uppljóstrara Rannsóknir á fjárfestingaleið Seðlabankans og spillingu í sjávarútvegi Róttækar breytingar í sjávarútvegi Eign þjóðarinnar á auðlindinni staðfest í stjórnarskrá Uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar Allur afli í gegnum innlendan markað og verðlagsstofa skiptaverðs lögð niður Refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á fundinum að allar stefnur miði að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra sé mætt. „Grundvöllur velsældar í framtíðinni verður öflugt nýsköpunarumhverfi þar sem Píratar leggja fram aðgerðaráætlun í 20 liðum. Öruggt húsnæði, öflugt menntakerfi, hágæða heilbrigðiskerfi og lýðræði - ekkert kjaftæði - eru máttarstólpar hins sjálfbæra framtíðarsamfélags sem við Píratar ætlum að skapa.“ Í tilkynningu frá flokknum segir að Björn Leví hafi jafnframt tiltekið nokkur atriði sem finna megi í framtíðarsýn Pírata: Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum. Uppstokkun og uppbygging á húsnæðismarkaði og sterkari staða leigjenda Nýr tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður Dregið úr skerðingum í stuðningskerfunum þangað til þær hverfa endanlega Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu og þvingunarlaus og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu. Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu. Nýsköpunarlandið Ísland sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32