Endurheimtum réttindin! Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 1. september 2021 09:30 Þessi ríkistjórn hefur sett staðfest heimsmet í skerðingum á ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta hefur komið fram í rannsóknum prófessors Stefáns Ólafssonar fyrir stéttarfélagið Eflingu. Hvergi í heiminum er jafn grimmilegum skerðingum beitt eins og á Íslandi. Þessu fylgir eitthvað harðasta og smásmugulegasta eftirlitskerfi sem um getur. Því mætti líkja við smáriðna loðnunót á meðan eftirlitskerfi hinna ríku mætti líkja við botnvörpu með tuttugu metra möskvastærð. Fyrir 1991 voru lægstu laun skattfrjáls og eftirlaun voru skerðingarfrjáls. Við sósíalistar viljum endurheimta þau réttindi sem láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar höfðu fyrir 1991 þegar nýfrjálshyggjunni var sleppt lausri í samfélaginu okkar. Auðmannadekur ríkistjórnarinnar Þetta athæfi endurspeglast í uppstyttulausu auðmannadekri. Núverandi ríkistjórn hefur lækkað veiðigjöld úr tæpum tólf þúsund miljónum í tæplega fimm þúsund. Ríkistjórnin, í okkar, nafni greiðir fyrir margvíslega þjónustu við greifanna þannig að nettó er þjóðin að fá innan við 100 miljónir í veiðigjald af auðlindinni. Ríkistjórnin fær svipað út úr því að leggja skatta á fólk sem reykir eins og veiðigjald á sægreifanna aflar. Það eru ekki lengur til lýsingarorð til að lýsa þessari stjórnarstefnu. Þessi spegilmynd er dæmi um viðhorf og hún er dæmi um þá frumstæðu hugmyndafræði að samfélagið hagnist á því að sem mestur auður safnist á fár hendur og hinar stóru stéttir almennra launamanna, bótaþega og öryrkja þurfi að standa undir sífellt hrörnandi velferðarkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við völd í 26 ár af síðustu 30 árum – Framsókn hefur setið með honum í tæp 25 ár. Þetta bákn er þeirra verk. Forystufólk VG hefur svo bæst í hópinn af miklum dugnaði og þessir þrír flokkar ætla sér að halda hópinn og eru ákveðnir í að keyra áfram þessa stefnu. Ykkar vopn gegn þessari eyðandi stjórnarstefnu er Sósíalistaflokkurinn, Við viljum að: Allar skerðingar á ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins verði afnumdar. Þau fáu tilfelli auðmanna sem þurfa í raun ekki á ellilífeyri að halda munu endurgreiða hann í gegnum hátekjuskatt. Upphæð ellilífeyris muni ávallt fylgja meðal lágmarkslaunum í landinu, Greiðslur úr lífeyrissjóðum verði sveigjanlegar. Húsnæðismál eldri borgara verði stokkuð upp. Þetta verði tryggt með öflugri uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir eldri borgara í byggðakjörnum sem eru með alhliða þjónustu fyrir alla sem þar búa. Eins verði gert stór átak í byggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Sósíalistar vilja samfélag sem er byggt upp á samvinnu fólks, vinskap og trausti, en ekki á samkeppni og braski þar sem ótti við framtíðina bíður við hvert horn og áhyggjur af ævikvöldinu eru allsráðandi. Samhyggja í stað sérhyggju. XJ á kjördag. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi ríkistjórn hefur sett staðfest heimsmet í skerðingum á ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta hefur komið fram í rannsóknum prófessors Stefáns Ólafssonar fyrir stéttarfélagið Eflingu. Hvergi í heiminum er jafn grimmilegum skerðingum beitt eins og á Íslandi. Þessu fylgir eitthvað harðasta og smásmugulegasta eftirlitskerfi sem um getur. Því mætti líkja við smáriðna loðnunót á meðan eftirlitskerfi hinna ríku mætti líkja við botnvörpu með tuttugu metra möskvastærð. Fyrir 1991 voru lægstu laun skattfrjáls og eftirlaun voru skerðingarfrjáls. Við sósíalistar viljum endurheimta þau réttindi sem láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar höfðu fyrir 1991 þegar nýfrjálshyggjunni var sleppt lausri í samfélaginu okkar. Auðmannadekur ríkistjórnarinnar Þetta athæfi endurspeglast í uppstyttulausu auðmannadekri. Núverandi ríkistjórn hefur lækkað veiðigjöld úr tæpum tólf þúsund miljónum í tæplega fimm þúsund. Ríkistjórnin, í okkar, nafni greiðir fyrir margvíslega þjónustu við greifanna þannig að nettó er þjóðin að fá innan við 100 miljónir í veiðigjald af auðlindinni. Ríkistjórnin fær svipað út úr því að leggja skatta á fólk sem reykir eins og veiðigjald á sægreifanna aflar. Það eru ekki lengur til lýsingarorð til að lýsa þessari stjórnarstefnu. Þessi spegilmynd er dæmi um viðhorf og hún er dæmi um þá frumstæðu hugmyndafræði að samfélagið hagnist á því að sem mestur auður safnist á fár hendur og hinar stóru stéttir almennra launamanna, bótaþega og öryrkja þurfi að standa undir sífellt hrörnandi velferðarkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við völd í 26 ár af síðustu 30 árum – Framsókn hefur setið með honum í tæp 25 ár. Þetta bákn er þeirra verk. Forystufólk VG hefur svo bæst í hópinn af miklum dugnaði og þessir þrír flokkar ætla sér að halda hópinn og eru ákveðnir í að keyra áfram þessa stefnu. Ykkar vopn gegn þessari eyðandi stjórnarstefnu er Sósíalistaflokkurinn, Við viljum að: Allar skerðingar á ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins verði afnumdar. Þau fáu tilfelli auðmanna sem þurfa í raun ekki á ellilífeyri að halda munu endurgreiða hann í gegnum hátekjuskatt. Upphæð ellilífeyris muni ávallt fylgja meðal lágmarkslaunum í landinu, Greiðslur úr lífeyrissjóðum verði sveigjanlegar. Húsnæðismál eldri borgara verði stokkuð upp. Þetta verði tryggt með öflugri uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir eldri borgara í byggðakjörnum sem eru með alhliða þjónustu fyrir alla sem þar búa. Eins verði gert stór átak í byggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Sósíalistar vilja samfélag sem er byggt upp á samvinnu fólks, vinskap og trausti, en ekki á samkeppni og braski þar sem ótti við framtíðina bíður við hvert horn og áhyggjur af ævikvöldinu eru allsráðandi. Samhyggja í stað sérhyggju. XJ á kjördag. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun