Hafró geri ráð fyrir að allt að 72 þúsund eldislaxar sleppi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. september 2021 18:26 Jón Kaldal er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. vísir/vilhelm Laxeldisframleiðsla á Íslandi hefur meira en fjórfaldast á síðustu fimm árum. Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður. Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður.
Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira