Sósíalistar fastir í fortíðinni Kári Gautason skrifar 2. september 2021 07:30 Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Norðausturkjördæmi Kári Gautason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar