Norðausturkjördæmi

Fréttamynd

Gleði­lega töfrandi kosninga­bar­áttu

Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega.

Skoðun
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Lýðræðis­flokksins

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. 

Innlent
Fréttamynd

Sigur­jón leiðir í Norðausturkjördæmi

Sigurjón Þórðarson líffræðingur mun leiða lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hann starfar sem framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu og sat á Alþingi árin 2003-2007. Sigurjón hefur setið í sveitarstjórn og unnið fjölbreytt störf, þar á meðal á sjó.

Innlent
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Pírata í kosningunum

Píratar hafa sent frá sér samþykkta framboðslista fyrir þingkosningarnar sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Flokkurinn stóð fyrir prófkjöri fyrr í mánuðinum þar ljóst var hverjir myndi skipa efstu sætin á listum flokksins.  

Innlent
Fréttamynd

Þau eru í fram­boði fyrir Sósíal­ista­flokkinn

Sósíalistaflokkurinn birti í gærkvöldi framboðslista sína í öllum kjördæmum. Búið var að tilkynna um flesta oddvita áður. Sanna Magdalena Mörtudóttir er pólitískur leiðtogi flokksins á sviði Alþingis og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokkurinn bauð fyrst fram til Alþingis á landsvísu í síðustu kosningum 2021 en náði ekki manni inn. Flokkurinn á tvo menn í borgarstjórn og hefur boðið þar fram tvisvar og náð manni inn. 

Innlent
Fréttamynd

Bar­áttan sem ætti að sam­eina okkur

Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni.

Skoðun
Fréttamynd

„Ef ég væri kóngur myndi ég heita Valtýr sau­tjándi“

„Ef ég væri kóngur myndi ég heita Valtýr sautjándi,“ segir Valtýr Þór Hreiðars­son rekstrarhagfræðingur í samtali við Vísi en hann hefur skipað sautjánda sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir síðustu þrjár alþingiskosningar og eru alþingiskosningarnar þann 30. nóvember engin undantekning frá því.

Innlent
Fréttamynd

Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra

Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­mundur og Þor­grímur leiða í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins og Þorgrímur Sigmundsson, verktaki skipa efstu sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Næst á lista eru Ágústa Ágústsdóttir, verktaki og ferðaþjónustubóndi og Inga Dís Sigurðardóttir, kennari og meistaranemi í náms og starfsráðgjöf.

Innlent
Fréttamynd

Ingvar Þór­odds­son leiðir Við­reisn í Norðausturkjördæmi

Ingvar Þóroddsson, framhaldsskólakennari á Akureyri leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti er Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála á Egilsstöðum. Þriðja sætið skipar Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, kennari og þjálfari á Akureyri og í fjórða sæti er Gabríel Ingimarsson, rekstrarstjóri Hríseyjarbúðarinnar og forseti Uppreisnar.

Innlent
Fréttamynd

Séra Sindri Geir leiðir VG í Norð­austur­kjör­dæmi

Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur á Akureyri leiðir framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi í Þingeyjarsveit vermir annað sætið.

Innlent
Fréttamynd

Logi leiðir lista Sam­fylkingarinnar í Norð­austur­kjör­dæmi

Logi Einarsson, alþingismaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, leiðir listann í Norðausturkjördæmi. Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, og fjórða sætið skipar Sindri Kristjánsson lögfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

„Ég átti ekki von á fyrsta sæti“

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. 

Innlent
Fréttamynd

Jakob og Tómas einu odd­vitar Flokks fólksins sem detta út

Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Þau taka þátt í próf­kjöri Pírata

Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata rann út klukkan 16 og hófst prófkjörið á sama tíma. Kosningin mun standa til klukkan 16 á þriðjudag en alls eru 69 í framboði.

Innlent
Fréttamynd

Jens í fyrsta og Njáll Trausti í öðru

Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, mun skipa fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningum til Alþingis í lok nóvember mánaðar. Jens Garðar hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni á fundi kjördæmaráðs, en Njáll Trausti skipaði fyrsta sætið á lista flokksins í kosningum 2021.

Innlent
Fréttamynd

Stillt upp á alla lista Við­reisnar

Uppstillingarnefndir stilla upp á alla lista Viðreisnar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið í landshlutaráðum í gær og í kvöld. Spenna ríkir í baráttu um sæti á Reykjavíkurlistum flokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Líneik Anna lætur af þing­mennsku

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum.

Innlent
Fréttamynd

Jens Garðar í 1. sæti

Næstu helgi er ögurstund hjá Sjálfstæðisflokknum. Í öllum kjördæmum göngum við Sjálfstæðismenn til þeirra verka að velja okkur merkisbera í komandi kosningum. Þar ber okkur skylda til að hugsa um það fyrst og fremst hvaða fólki við treystum til að fylgja stefnu okkar og boða hana á þann hátt að kjósendur geti sameinast um hana.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr skila­boð um að hún vilji verða for­maður

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ákvörðun sína um að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar, vera skýr skilaboð um að hún sé reiðubúin að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum þegar þar að kemur.

Innlent
Fréttamynd

Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þór­dísar

Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum.

Innlent