Fótbolti

Hættir eftir tímabilið

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sigurbjörn Hreiðarsson verður ekki áfram í Grindavík.
Sigurbjörn Hreiðarsson verður ekki áfram í Grindavík. vísir/daníel

Sigurbjörn Hreiðarsson mun ekki halda þjálfun Grindavíkur áfram þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Sigurbjörn tók við þjálfun Grindavíkur-liðsins eftir það féll úr Pepsi Max-deildinni sumarið 2019. Á hans fyrstu leiktíð í fyrra lenti liðið í fjórða sæti Lengjudeildarinnar og var stefnan í ár sett aftur upp í efstu deild.

Það gekk ekki eftir og hefur dregið verulega undan Grindvíkingum eftir fína byrjun á mótinu. Liðið situr í áttunda sæti deildarinnar með 23 stig, tólf stigum frá fallsæti.

Sigurbjörn segist hafa fundið fyrir því að liðið væri ekki á réttri leið og hafi hann því sagt starfi sínu lausu.

„Þetta hefur verið góður tími í Grindavík. Hér er frábær aðstaða, flott umgjörð og mjög skemmtilegur leikmannahópur. Sumarið hefur því miður verið svolítið stöngin út hjá okkur hvað varðar úrslit. Við fórum vel af stað og komum okkur í góða stöðu til að berjast um sæti í efstu deild. Það hefur hins vegar fátt fallið með okkur á síðustu tveimur mánuðum. Við þjálfarateymið fundum að verkefnið var ekki á réttri leið og óskuðum því ekki eftir því að halda áfram.“ er haft eftir Sigurbirni í yfirlýsingu Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×