Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2021 09:57 Tveir eftirlitsmenn eru þegar að störfum hjá Strætó. Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta. Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta.
Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda