Bílatryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. september 2021 14:41 Runólfur Ólafsson er formaður FÍB. vísir/baldur Bílatryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði umferðarslysum og slösuðum einstaklingum í umferðinni fækkar. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gagnrýnir tryggingarfélögin, lífeyrissjóðina og fjármálaeftirlitið fyrir að leyfa þessari þróun að viðgangast. „Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23%,“ skrifar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hlutfallsleg breyting milli ára af vefsíðu FÍB. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB Með fækkun slysa hefur kostnaður tryggingafélaganna eðlilega minnkað til muna en á sama tíma hækka iðgjöldin. Runólfur segir iðgjöld bílatrygginga hér á landi að jafnaði tvöfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Tryggingafélögin hér kallar hann „óstöðvandi okurfélög“. „Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt,“ skrifar Runólfur. Hann segir enga samkeppni ríkja milli tryggingarfélaganna. Þau hafi beinlínis hagsmuni af því að hækka sín verð í samræmdum takti og skipta markaðnum bróðurlega á milli sín. Þannig græði þau mest. Lífeyrissjóðir og fjármálaeftirlit geri ekkert „Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingarvernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar,“ segir Runólfur. „Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“ Honum þykir ekki síst óeðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu aðaleigendur VÍS, Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. „Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd.“ Tryggð ekki hátt metin hjá tryggingarfélögum Runólfur hvetur bílaeigendur þá alla til að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingarfélögunum og taka ávallt því lægsta. Þau eigi það nefnilega til að lækka sig fyrir nýja viðskiptavini. „Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum,“ skrifar Runólfur. Bílar Tryggingar Samgönguslys Samgöngur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
„Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23%,“ skrifar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hlutfallsleg breyting milli ára af vefsíðu FÍB. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB Með fækkun slysa hefur kostnaður tryggingafélaganna eðlilega minnkað til muna en á sama tíma hækka iðgjöldin. Runólfur segir iðgjöld bílatrygginga hér á landi að jafnaði tvöfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Tryggingafélögin hér kallar hann „óstöðvandi okurfélög“. „Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt,“ skrifar Runólfur. Hann segir enga samkeppni ríkja milli tryggingarfélaganna. Þau hafi beinlínis hagsmuni af því að hækka sín verð í samræmdum takti og skipta markaðnum bróðurlega á milli sín. Þannig græði þau mest. Lífeyrissjóðir og fjármálaeftirlit geri ekkert „Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingarvernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar,“ segir Runólfur. „Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“ Honum þykir ekki síst óeðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu aðaleigendur VÍS, Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. „Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd.“ Tryggð ekki hátt metin hjá tryggingarfélögum Runólfur hvetur bílaeigendur þá alla til að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingarfélögunum og taka ávallt því lægsta. Þau eigi það nefnilega til að lækka sig fyrir nýja viðskiptavini. „Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum,“ skrifar Runólfur.
Bílar Tryggingar Samgönguslys Samgöngur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf