Bílatryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. september 2021 14:41 Runólfur Ólafsson er formaður FÍB. vísir/baldur Bílatryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði umferðarslysum og slösuðum einstaklingum í umferðinni fækkar. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gagnrýnir tryggingarfélögin, lífeyrissjóðina og fjármálaeftirlitið fyrir að leyfa þessari þróun að viðgangast. „Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23%,“ skrifar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hlutfallsleg breyting milli ára af vefsíðu FÍB. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB Með fækkun slysa hefur kostnaður tryggingafélaganna eðlilega minnkað til muna en á sama tíma hækka iðgjöldin. Runólfur segir iðgjöld bílatrygginga hér á landi að jafnaði tvöfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Tryggingafélögin hér kallar hann „óstöðvandi okurfélög“. „Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt,“ skrifar Runólfur. Hann segir enga samkeppni ríkja milli tryggingarfélaganna. Þau hafi beinlínis hagsmuni af því að hækka sín verð í samræmdum takti og skipta markaðnum bróðurlega á milli sín. Þannig græði þau mest. Lífeyrissjóðir og fjármálaeftirlit geri ekkert „Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingarvernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar,“ segir Runólfur. „Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“ Honum þykir ekki síst óeðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu aðaleigendur VÍS, Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. „Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd.“ Tryggð ekki hátt metin hjá tryggingarfélögum Runólfur hvetur bílaeigendur þá alla til að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingarfélögunum og taka ávallt því lægsta. Þau eigi það nefnilega til að lækka sig fyrir nýja viðskiptavini. „Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum,“ skrifar Runólfur. Bílar Tryggingar Samgönguslys Samgöngur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
„Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23%,“ skrifar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hlutfallsleg breyting milli ára af vefsíðu FÍB. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB Með fækkun slysa hefur kostnaður tryggingafélaganna eðlilega minnkað til muna en á sama tíma hækka iðgjöldin. Runólfur segir iðgjöld bílatrygginga hér á landi að jafnaði tvöfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Tryggingafélögin hér kallar hann „óstöðvandi okurfélög“. „Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt,“ skrifar Runólfur. Hann segir enga samkeppni ríkja milli tryggingarfélaganna. Þau hafi beinlínis hagsmuni af því að hækka sín verð í samræmdum takti og skipta markaðnum bróðurlega á milli sín. Þannig græði þau mest. Lífeyrissjóðir og fjármálaeftirlit geri ekkert „Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingarvernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar,“ segir Runólfur. „Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“ Honum þykir ekki síst óeðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu aðaleigendur VÍS, Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. „Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd.“ Tryggð ekki hátt metin hjá tryggingarfélögum Runólfur hvetur bílaeigendur þá alla til að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingarfélögunum og taka ávallt því lægsta. Þau eigi það nefnilega til að lækka sig fyrir nýja viðskiptavini. „Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum,“ skrifar Runólfur.
Bílar Tryggingar Samgönguslys Samgöngur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira