Herða tökin á sjónvarpsstöðvum og banna „kvenlega“ leikara Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 15:39 Nýjum reglum um sjónvarpsframleiðslu í Kína er meðal annars ætlað að auka karlmennsku kínverskra karlmanna. AP/Ng Han Guan Yfirvöld í Kína hafa skipað sjónvarpsstöðvum þar í landi að ráða ekki listamenn sem þykja of kvenlegir og hafi rangar pólitískar skoðanir. Þau beri forsvarsmönnum sjónvarpsstöðvanna að byggja upp andrúmsloft sem ýti undir ættjarðarást. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína vilja koma böndum á skemmtanageirann í Kína, sem þeir segja vera að leiða ungt fólk af réttri leið. Í frétt Reuters um þessar skipanir segir að skemmtanageirinn í Kína hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Ráðamenn hafi unnið að því að koma á hann böndum. Kommúnistaflokkur Kína getur ritskoðað allt sem talið er fara gegn grunngildum gilda flokksins og þegar eru miklar reglur í Kína varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis, tölvuleikja og tónlistar. Um síðustu helgi var tilkynnt að börn í Kína mættu ekki spila tölvuleiki í meira en þrjá tíma á viku, samhliða því að aukið eftirlit með leikjafyrirtækjum var tilkynnt. Miklu púðri hefur verið varið í að koma böndum á stór tæknifyrirtæki Kína að undanförnu. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Í nýju reglunum segir að sjónvarpsstöðvar eigi að velja leikara og gesti sjónvarpsþátta með tilliti til pólitískrar virkni þeirra og siðferðis þeirra. Þá eigi að hætta að sýna þætti sem sýni of kvenlega hegðun eða séu brenglaðir á einhvern hátt. Það sama eigi við þætti sem byggi á hneykslismálum og groddalegum áhrifavöldum. Í frétt Guardian segir að reglurnar eigi að leiðrétta meint vandamál varðandi brot listamanna á reglum og siðferðis, og þeirri óreiðu sem ríki varðandi dýrkun á frægu fólki. Þess í stað eigi að byggja upp andrúmsloft ástar í garð Kommúnistaflokksins og Kína og virðingu fyrir siðferði og list. Reglurnar voru opinberaðar af hinu opinbera í Kína í dag. Í annarri tilkynningu frá menningarráðuneyti Kína segir að frægt fólk eins og áhrifavalda eigi reglulega að fara í siðferðisþjálfun og umboðsskrifstofur eigi að reka áhrifavalda sem sýni ekki nægilega góða siðferðiskennd. Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína vilja koma böndum á skemmtanageirann í Kína, sem þeir segja vera að leiða ungt fólk af réttri leið. Í frétt Reuters um þessar skipanir segir að skemmtanageirinn í Kína hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Ráðamenn hafi unnið að því að koma á hann böndum. Kommúnistaflokkur Kína getur ritskoðað allt sem talið er fara gegn grunngildum gilda flokksins og þegar eru miklar reglur í Kína varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis, tölvuleikja og tónlistar. Um síðustu helgi var tilkynnt að börn í Kína mættu ekki spila tölvuleiki í meira en þrjá tíma á viku, samhliða því að aukið eftirlit með leikjafyrirtækjum var tilkynnt. Miklu púðri hefur verið varið í að koma böndum á stór tæknifyrirtæki Kína að undanförnu. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Í nýju reglunum segir að sjónvarpsstöðvar eigi að velja leikara og gesti sjónvarpsþátta með tilliti til pólitískrar virkni þeirra og siðferðis þeirra. Þá eigi að hætta að sýna þætti sem sýni of kvenlega hegðun eða séu brenglaðir á einhvern hátt. Það sama eigi við þætti sem byggi á hneykslismálum og groddalegum áhrifavöldum. Í frétt Guardian segir að reglurnar eigi að leiðrétta meint vandamál varðandi brot listamanna á reglum og siðferðis, og þeirri óreiðu sem ríki varðandi dýrkun á frægu fólki. Þess í stað eigi að byggja upp andrúmsloft ástar í garð Kommúnistaflokksins og Kína og virðingu fyrir siðferði og list. Reglurnar voru opinberaðar af hinu opinbera í Kína í dag. Í annarri tilkynningu frá menningarráðuneyti Kína segir að frægt fólk eins og áhrifavalda eigi reglulega að fara í siðferðisþjálfun og umboðsskrifstofur eigi að reka áhrifavalda sem sýni ekki nægilega góða siðferðiskennd.
Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira