Farþegi á hlaupahjólinu lenti í götunni.
Ökumaður rafhlaupahjólsins var fluttur á Landspítala en farþeginn á hjólinu og ökumaður bifreiðarinnar reyndust ómeiddir.
Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Þá er ökumaður rafhlaupahjólsins grunaður um ölvun við akstur, að því kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.