Hvað gekk ráðherra til? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 3. september 2021 13:01 Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til? Það urðu sem sagt þau tímamót núna í vikunni að heilbrigðisráðherra felldi úr gildi skilyrði sitt um að sjúkraþjálfarar þyrftu að hafa starfað í tvö ár hjá ríkinu áður en yfirvöld tækju þátt í kostnaði sjúklinga þeirra. Þessi reglugerð kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum í vetur. Reglugerðin skaðaði atvinnumöguleika fjölda nýútskrifaðra sjúkraþjálfara auk þess sem nemar á lokaári, sem voru í starfsþjálfun á stofum og búnir að fá vilyrði fyrir áframhaldandi vinnu þar enda komnir með eigin skjólstæðingahóp, þurftu að leita annað eftir útskrift. Til ríkisrekinna heilbrigðisstofnana, sem alls ekki gátu tekið við öllum né boðið upp á sérhæfingu í því sem þetta unga fagfólk vildi helst sérhæfa sig í. Það vita enda allir sem vilja vita að viðfangsefni sjúkraþjálfara eru mörg og misjöfn og verkefni sjúkraþjálfara á heilbrigðisstofnunum ólík þeim sem einkastofur fást helst við. Tvöfalt kerfi í boði ríkisstjórnarinnar Eigum við að tala um áhrifin á fólk, á skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins? Á fólk sem stjórnvöld segja að eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustunni? Það eru fleiri hundruð á biðlistum eftir þjónustu sjúkraþjálfara og þeim fjölgaði verulega við þetta óskiljanlega útspil stjórnvalda. Reyndar komust alls ekki allir á biðlistana því margir sjúkraþjálfarar voru einfaldlega hættir að bæta við fólki. Þrautalending hjá mörgum var að leita til þeirra sjúkraþjálfara sem heilbrigðisráðherra hafði hent út og borga þar með mun hærri upphæð en aðrir, þrátt fyrir að hafa sömu almennu sjúkratryggingu. Þetta er einfaldlega uppskriftin að tvöföldu heilbrigðiskerfi, þar sem fólk getur greitt hærra verð til að komast framar í röðinni – kerfi sem til þessa hefur verið algjör samhljómur um að við viljum ekki í íslensku samfélagi. Hvað með talþjálfun barna? Í samskiptum heilbrigðisyfirvalda við talmeinafræðinga hefur sama ruglið viðgengist. Ríkisvæðing án þess að ríkið sé tilbúið. Afleiðingin er sú að hátt í eitt þúsund börn bíða eftir aðstoð talmeinafræðinga og biðin getur verið allt að þrjú ár. Börn með málþroskaröskun bíða ekki í þrjú ár eftir aðstoð án þess að það komi verulega niður á lífsgæðum þeirra. Og hvernig líður foreldrum þessara barna í vanmætti sínum? Vonandi kemur önnur frétt næstu daga frá heilbrigðisráðherra um að þessari reglugerð verði kippt úr sambandi líka. Svona gera menn ekki Það er auðvitað fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið, alla vega með sjúkraþjálfarana. En eftir stendur spurningin um hvað ráðherra hafi gengið til. Þessi flumbrugangur, þessi illa ígrundaða breyting, hefur til viðbótar við lengingu biðlista haft slæm og mögulega óafturkræf áhrif á starf fjölda fólks. Sjúkraþjálfara- og talmeinastofur hafa sagt upp fólki. Þær hafa sagt upp samningum um þjónustu t.d. við sveitarfélög og það þarf ekki sérstaka innsýn í rekstur til að skilja að afleiðingar af svona fúski verða ekki lagfærðar á einni nóttu. Samvinna í stað sundrungar Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur unnið sér það til frægðar að hafa þrengt úr öllu hófi að fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum ríkisstjórn sem snýr af þessari óheillabraut. Ríkisstjórn sem setur þjónustuna við fólk í fyrsta sæti. Þar sem kraftar fagfólks eru notaðir þar sem þeir nýtast best. Þar sem lykilorðið er samvinna en ekki sundrung. Það eru almannahagsmunir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Heilbrigðismál Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til? Það urðu sem sagt þau tímamót núna í vikunni að heilbrigðisráðherra felldi úr gildi skilyrði sitt um að sjúkraþjálfarar þyrftu að hafa starfað í tvö ár hjá ríkinu áður en yfirvöld tækju þátt í kostnaði sjúklinga þeirra. Þessi reglugerð kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum í vetur. Reglugerðin skaðaði atvinnumöguleika fjölda nýútskrifaðra sjúkraþjálfara auk þess sem nemar á lokaári, sem voru í starfsþjálfun á stofum og búnir að fá vilyrði fyrir áframhaldandi vinnu þar enda komnir með eigin skjólstæðingahóp, þurftu að leita annað eftir útskrift. Til ríkisrekinna heilbrigðisstofnana, sem alls ekki gátu tekið við öllum né boðið upp á sérhæfingu í því sem þetta unga fagfólk vildi helst sérhæfa sig í. Það vita enda allir sem vilja vita að viðfangsefni sjúkraþjálfara eru mörg og misjöfn og verkefni sjúkraþjálfara á heilbrigðisstofnunum ólík þeim sem einkastofur fást helst við. Tvöfalt kerfi í boði ríkisstjórnarinnar Eigum við að tala um áhrifin á fólk, á skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins? Á fólk sem stjórnvöld segja að eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustunni? Það eru fleiri hundruð á biðlistum eftir þjónustu sjúkraþjálfara og þeim fjölgaði verulega við þetta óskiljanlega útspil stjórnvalda. Reyndar komust alls ekki allir á biðlistana því margir sjúkraþjálfarar voru einfaldlega hættir að bæta við fólki. Þrautalending hjá mörgum var að leita til þeirra sjúkraþjálfara sem heilbrigðisráðherra hafði hent út og borga þar með mun hærri upphæð en aðrir, þrátt fyrir að hafa sömu almennu sjúkratryggingu. Þetta er einfaldlega uppskriftin að tvöföldu heilbrigðiskerfi, þar sem fólk getur greitt hærra verð til að komast framar í röðinni – kerfi sem til þessa hefur verið algjör samhljómur um að við viljum ekki í íslensku samfélagi. Hvað með talþjálfun barna? Í samskiptum heilbrigðisyfirvalda við talmeinafræðinga hefur sama ruglið viðgengist. Ríkisvæðing án þess að ríkið sé tilbúið. Afleiðingin er sú að hátt í eitt þúsund börn bíða eftir aðstoð talmeinafræðinga og biðin getur verið allt að þrjú ár. Börn með málþroskaröskun bíða ekki í þrjú ár eftir aðstoð án þess að það komi verulega niður á lífsgæðum þeirra. Og hvernig líður foreldrum þessara barna í vanmætti sínum? Vonandi kemur önnur frétt næstu daga frá heilbrigðisráðherra um að þessari reglugerð verði kippt úr sambandi líka. Svona gera menn ekki Það er auðvitað fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið, alla vega með sjúkraþjálfarana. En eftir stendur spurningin um hvað ráðherra hafi gengið til. Þessi flumbrugangur, þessi illa ígrundaða breyting, hefur til viðbótar við lengingu biðlista haft slæm og mögulega óafturkræf áhrif á starf fjölda fólks. Sjúkraþjálfara- og talmeinastofur hafa sagt upp fólki. Þær hafa sagt upp samningum um þjónustu t.d. við sveitarfélög og það þarf ekki sérstaka innsýn í rekstur til að skilja að afleiðingar af svona fúski verða ekki lagfærðar á einni nóttu. Samvinna í stað sundrungar Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur unnið sér það til frægðar að hafa þrengt úr öllu hófi að fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum ríkisstjórn sem snýr af þessari óheillabraut. Ríkisstjórn sem setur þjónustuna við fólk í fyrsta sæti. Þar sem kraftar fagfólks eru notaðir þar sem þeir nýtast best. Þar sem lykilorðið er samvinna en ekki sundrung. Það eru almannahagsmunir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun