Ingvar, sem hefur viðskiptafræðipróf á endurskoðunarsviði auk meistaragráðu í fjármálum og stjórnun, var valinn úr hópi 25 umsækjenda þegar hann var ráðinn árið 2011. Þá sýrði hann Íslandsbanka Fjármögnun sem var fjörutíu manna eining innan bankans.
Ingvar var starfsmannastjóri hjá Esso í átta ár, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Olíufélagsins í fjögur ár, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Lyfja og heilsu í tvö ár, kennari við Háskólann á Bifröst í fjármálum, samningatækni, stjórnun og stefnumótun samhliða annarri vinnu og loks framkvæmdastjóri og forstöðumaður Íslandsbanka Fjármögnunar sem er um 40 manna eining innan bankans.
Bjarni Freyr Bjarnason, sem verið hefur staðgengill framkvæmdastjóra fjármála um árabil, mun gegna starfinu þar til annað verður ákveðið. Starfið verður auglýst á næstu dögum.