Skyndilega fáklædd fyrir utan Glæsibæ Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 19:46 Fólk náði eðlilega ekki að klæða sig áður en það varð að yfirgefa húsnæði Hreyfingar í morgun. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Hreyfingar og slökkvilið sýndu mikið snarræði þegar eldur kom upp í kjallara líkamsræktarstöðvarinnar í stórhýsinu Glæsibæ í morgun. Hundruð manna voru inni í Hreyfingu og mikill fjöldi fólks á hæðum læknamiðstöðvarinnar þar fyrir ofan. Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar. Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar.
Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01