Rifist um argentínsku landsliðsmennina | Gætu misst af tveimur leikjum í deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 22:02 Romero og Lo Celso gætu misst af þremur leikjum Tottenham. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Tottenham Hotspur og Aston Villa eiga í deilum við argentínska knattspyrnusambandið vegna leikmanna liðanna sem eru í landsliðshópi Argentínu. Leikmennirnir eiga á hættu að missa af næstu tveimur deildarleikjum með liðum sínum. Enska úrvalsdeildin, í samráði við félög í deildinni, tók þá ákvörðun fyrir yfirstandandi landsleikjaglugga að hleypa engum leikmönnum á svokölluð hættusvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig eru engir leikmenn úr deildinni í brasilíska landsliðshópnum en smitfjöldi er enn mikill í Suður-Ameríku. Argentínumönnunum Emiliano Buendía og Emiliano Martínez, úr Aston Villa, og Cristian Romero og Giovani Lo Celso, úr Tottenham, var þó hleypt af félögum sínum í landsliðshópinn, en aðeins ef þeir leikmenn myndu snúa til baka eftir stórleik Argentínu við Brasilíu á sunnudagskvöld. Kannast ekki við slíkt samkomulag Lionel Scaloni stýrði Argentínumönnum til Suður-Ameríkutitils í sumar.Gustavo Pagano/Getty Images Lionel Scaloni, þjálfari argentínska liðsins, segist þó ekkert kannast við slíkt samkomulag og segir leikmennina verða með gegn Bólivíu næsta fimmtudag. „Við gáfum út leikmannalista fyrir þessa þrjá leiki og það er enginn vafi um það,“ sagði Scaloni eftir 3-1 sigur Argentínu á Venesúela á fimmtudaginn var. „Leikmennirnir munu spila alla þrjá leikina. Félögin neituðu okkur aldrei um það. Við ræddum við félögin og komust að þeirri niðurstöðu og þeir yrðu að koma.“ Mikið undir hjá félögunum Martínez er lykilmaður hjá Aston Villa, enda aðalmarkvörður félagsins. Liðsfélagi hans Buendía varð í sumar dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það munar því um minna.Catherine Ivill/Getty Images Leikmennirnir fjórir munu þurfa að fara í tíu daga einangrun eftir komuna til Bretlands áður en þeir geta hafið æfingar með liðsfélögum sínum á ný. Ljóst er að Romero og Lo Celso munu missa af leik Tottenham við Crystal Palace þarnæstu helgi og að Buendía og Martínez spili ekki gegn Chelsea sömu helgi. Fari hins vegar svo að leikmennirnir komi ekki til Bretlands fyrr en eftir leikinn við Bólivíu á fimmtudag fjölgar leikjunum sem þeir missa af. Lo Celso og Romero myndu þá missa af leik við Rennes í Evrópudeildinni og leik Tottenham við Chelsea helgina eftir. Villa-leikmennirnir myndu missa af leik við Everton auk þess við Chelsea helgina áður. Samkvæmt Sky Sports halda félögin sig við það að leikmennirnir snúi aftur eftir leikinn við Brasilíu og að þeir komi til Englands strax eftir helgi. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Enska úrvalsdeildin, í samráði við félög í deildinni, tók þá ákvörðun fyrir yfirstandandi landsleikjaglugga að hleypa engum leikmönnum á svokölluð hættusvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig eru engir leikmenn úr deildinni í brasilíska landsliðshópnum en smitfjöldi er enn mikill í Suður-Ameríku. Argentínumönnunum Emiliano Buendía og Emiliano Martínez, úr Aston Villa, og Cristian Romero og Giovani Lo Celso, úr Tottenham, var þó hleypt af félögum sínum í landsliðshópinn, en aðeins ef þeir leikmenn myndu snúa til baka eftir stórleik Argentínu við Brasilíu á sunnudagskvöld. Kannast ekki við slíkt samkomulag Lionel Scaloni stýrði Argentínumönnum til Suður-Ameríkutitils í sumar.Gustavo Pagano/Getty Images Lionel Scaloni, þjálfari argentínska liðsins, segist þó ekkert kannast við slíkt samkomulag og segir leikmennina verða með gegn Bólivíu næsta fimmtudag. „Við gáfum út leikmannalista fyrir þessa þrjá leiki og það er enginn vafi um það,“ sagði Scaloni eftir 3-1 sigur Argentínu á Venesúela á fimmtudaginn var. „Leikmennirnir munu spila alla þrjá leikina. Félögin neituðu okkur aldrei um það. Við ræddum við félögin og komust að þeirri niðurstöðu og þeir yrðu að koma.“ Mikið undir hjá félögunum Martínez er lykilmaður hjá Aston Villa, enda aðalmarkvörður félagsins. Liðsfélagi hans Buendía varð í sumar dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það munar því um minna.Catherine Ivill/Getty Images Leikmennirnir fjórir munu þurfa að fara í tíu daga einangrun eftir komuna til Bretlands áður en þeir geta hafið æfingar með liðsfélögum sínum á ný. Ljóst er að Romero og Lo Celso munu missa af leik Tottenham við Crystal Palace þarnæstu helgi og að Buendía og Martínez spili ekki gegn Chelsea sömu helgi. Fari hins vegar svo að leikmennirnir komi ekki til Bretlands fyrr en eftir leikinn við Bólivíu á fimmtudag fjölgar leikjunum sem þeir missa af. Lo Celso og Romero myndu þá missa af leik við Rennes í Evrópudeildinni og leik Tottenham við Chelsea helgina eftir. Villa-leikmennirnir myndu missa af leik við Everton auk þess við Chelsea helgina áður. Samkvæmt Sky Sports halda félögin sig við það að leikmennirnir snúi aftur eftir leikinn við Brasilíu og að þeir komi til Englands strax eftir helgi.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira