Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2021 08:24 Teikning af fyrirhugaðri flugstöð í Nuuk. Kalaallit Airports Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. Flugvallafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, tilkynnti í vikunni að opnun nýrrar 2.200 metra flugbrautar í Nuuk myndi frestast til ársins 2024, en áður var búið að skýra frá samsvarandi seinkun í Ilulissat. Til stóð að flugvellirnir yrðu tilbúnir árið 2023, sem og nýr 1.500 metra flugvöllur í Qaqortoq, en þar hafa framkvæmdir enn ekki hafist. Opnun nýs flugvallar í Nuuk frestast um eitt ár, til ársins 2024, miðað við nýjustu tilkynningu grænlenskra flugvallayfirvalda.Kalaallit Airports Í fréttatilkynningu er seinkunin einkum rakin til afleiðinga covid-19 faraldursins. Einnig hafi umfang verksins aukist með nýjum kröfum um búnað og aðstöðu, eins og um miðlínuljós í flugbraut og aðflugsljós. Þá hefur flugvallafélagið neyðst til að slá viðbótarlán upp á átján milljarða íslenskra króna til að mæta umframkostnaði. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Í vikunni var einnig birt skýrsla sem stjórnvöld létu gera um valkosti til að draga úr kostnaði við nýjan flugvöll í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Búið er að bjóða verkið út tvisvar en í bæði skiptin reyndust tilboð nærri tvöfalt hærri en sá fjórtán milljarða króna fjárhagsrammi sem grænlensk stjórnvöld höfðu markað verkefninu. Í skýrslunni eru bornir saman möguleikar á að stytta brautina úr 1.500 metrum niður í 1.199 metra, 1.000 metra eða jafnvel 799 metra, samtímis því að minnka flugstöðina. Qaqortoq-flugvöllur var upphaflega hannaður með nægilega langri flugbraut fyrir smærri farþegaþotur eins og Airbus A220. Núna stefnir í að flugbrautin verði höfð styttri.Kalaallit Airports Fyrir Icelandair skiptir niðurstaðan máli upp á það hvaða flugvélartegundir verður hægt að nota í Grænlandsflugi félagsins. Þannig þurfa Bombardier Q200-vélarnar 1.000 metra braut meðan Q400-vélarnar þurfa 1.300 -1.400 metra braut. Í skýrslunni er þó bent á Q400-vélar Icelandair geti með takmörkuðu burðarþoli notað 1.200 metra braut. Boeing 737 max-þoturnar gætu síðan notað brautirnar í Nuuk og Ilulissat með 2.200 metra lengd. Naaja Nathanielsen er ráðherra innviða Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherrann Naaja Nathanielsen segir í viðtali við Sermitsiaq að sér sýnist að 1.199 metra löng braut geti verið góður valkostur í Qaqortoq, þá með möguleika á lengingu í framtíðinni. Hún muni þó freista þess að ná breiðri samstöðu um málið á þjóðþinginu. Lagabreytingu þarf til þar sem 1.500 metra braut í Qaqortoq hafði verið áskilin í lögum um flugvallaframkvæmdirnar. Grænland Fréttir af flugi Icelandair Norðurslóðir Tengdar fréttir Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. 1. júlí 2021 23:10 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Flugvallafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, tilkynnti í vikunni að opnun nýrrar 2.200 metra flugbrautar í Nuuk myndi frestast til ársins 2024, en áður var búið að skýra frá samsvarandi seinkun í Ilulissat. Til stóð að flugvellirnir yrðu tilbúnir árið 2023, sem og nýr 1.500 metra flugvöllur í Qaqortoq, en þar hafa framkvæmdir enn ekki hafist. Opnun nýs flugvallar í Nuuk frestast um eitt ár, til ársins 2024, miðað við nýjustu tilkynningu grænlenskra flugvallayfirvalda.Kalaallit Airports Í fréttatilkynningu er seinkunin einkum rakin til afleiðinga covid-19 faraldursins. Einnig hafi umfang verksins aukist með nýjum kröfum um búnað og aðstöðu, eins og um miðlínuljós í flugbraut og aðflugsljós. Þá hefur flugvallafélagið neyðst til að slá viðbótarlán upp á átján milljarða íslenskra króna til að mæta umframkostnaði. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Í vikunni var einnig birt skýrsla sem stjórnvöld létu gera um valkosti til að draga úr kostnaði við nýjan flugvöll í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Búið er að bjóða verkið út tvisvar en í bæði skiptin reyndust tilboð nærri tvöfalt hærri en sá fjórtán milljarða króna fjárhagsrammi sem grænlensk stjórnvöld höfðu markað verkefninu. Í skýrslunni eru bornir saman möguleikar á að stytta brautina úr 1.500 metrum niður í 1.199 metra, 1.000 metra eða jafnvel 799 metra, samtímis því að minnka flugstöðina. Qaqortoq-flugvöllur var upphaflega hannaður með nægilega langri flugbraut fyrir smærri farþegaþotur eins og Airbus A220. Núna stefnir í að flugbrautin verði höfð styttri.Kalaallit Airports Fyrir Icelandair skiptir niðurstaðan máli upp á það hvaða flugvélartegundir verður hægt að nota í Grænlandsflugi félagsins. Þannig þurfa Bombardier Q200-vélarnar 1.000 metra braut meðan Q400-vélarnar þurfa 1.300 -1.400 metra braut. Í skýrslunni er þó bent á Q400-vélar Icelandair geti með takmörkuðu burðarþoli notað 1.200 metra braut. Boeing 737 max-þoturnar gætu síðan notað brautirnar í Nuuk og Ilulissat með 2.200 metra lengd. Naaja Nathanielsen er ráðherra innviða Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherrann Naaja Nathanielsen segir í viðtali við Sermitsiaq að sér sýnist að 1.199 metra löng braut geti verið góður valkostur í Qaqortoq, þá með möguleika á lengingu í framtíðinni. Hún muni þó freista þess að ná breiðri samstöðu um málið á þjóðþinginu. Lagabreytingu þarf til þar sem 1.500 metra braut í Qaqortoq hafði verið áskilin í lögum um flugvallaframkvæmdirnar.
Grænland Fréttir af flugi Icelandair Norðurslóðir Tengdar fréttir Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. 1. júlí 2021 23:10 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. 1. júlí 2021 23:10
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52