Börnin vigti matarleifar sínar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 4. september 2021 14:01 Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtilegt verkefni fyrir börn. Skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börn til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum. Dæmi um verkefni er að skólar kanni matarsóun í mötuneyti skóla sinna t.d. með því að nemendur vigti matinn sem þau sjálf leifa og haldi yfir það skráningu. Niðurstöður má nota til að reikna út hversu miklum mat er hent á heilu skólaári. Með því að fá upplýsingar hjá matráði hvað einn matarskammtur kostar er hægt að reikna út hversu miklum verðmætum er hent. Börnin sjá þannig sóunina ef hún er fyrir hendi. Ef barn fær að skammta sér sjálft, þykir maturinn góður og hefur næði og nægan tíma til að borða hann er líklegt að sóun minnki. Börn njóta sín best í umhverfi þar sem þau fá að skapa, finna hugmyndum sínum farveg og framkvæma sjálf hlutina eftir því sem aldur og þroski leyfa. Það er skylda okkar og ábyrgð að gefa öllum börnum í Reykjavík möguleika á að vinna með umhverfisþætti í enn ríkari mæli en nú er gert. Þessi mál varða framtíðina og framtíðin er barnanna. Ef börn fá tækifæri til að snerta sjálf á málum, koma með tillögur og leiðir, er líklegt að þau muni beita sér enn frekar fyrir málstaðinn. Þátttaka barna í verkefni um matarsóun og útrýmingu plasts eru dæmi um verkefni sem börnum þykir almennt gaman að fást við. Ég hef rætt þessi mál í borgarstjórn og t.d. lagt fram tillögu um að allir skólar verði Grænfánaskólar en sú tillaga var felld. Nokkrir skólar í Reykjavík eru Grænfánaskólar en aðrir skilgreina sig sem heilsueflandi skóla án þess að hafa Grænfánavottun. Markmið borgarinnar á skilyrðislaust að miðast að því að gera öllum leik- og grunnskólum borgarinnar kleift, m.a. fjárhagslega, að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfáninn). Fáninn er skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Sjálfsagt er að nota þennan mælikvarða sem nú þegar hefur verið búinn til og þróaður. Árið 2018 óskaði ég eftir upplýsingum um hvað það kostar að verða Grænfánaskóli. Kostnaður við að gerast Grænfánaskóli var þá 135 krónur á hvern nemanda skólans en þó að lágmarki 25.000 kr. á skóla og að hámarki 75.000 kr. Ef skólar eru á fleiri en einni starfsstöð þá eru greiddar 10.000 kr. fyrir hverja starfsstöð en hámarksgreiðslan einungis greidd einu sinni. Ekki fengust upplýsingar hjá skóla- og frístundaráði hver kostnaður er núna við það að gerast Grænfánaskóli. Ég lagði fram á fundi skóla- og frístundaráðs 24. ágúst sl. eftirfarandi fyrirspurnir um mötuneytismál í grunnskólum Reykjavíkur Hvernig er rekstrarformi/fyrirkomulagi mötuneyta háttað? Í hversu mörgum skólum skömmtuðu börnin sér sjálf (fyrir COVID)? Hvernig er fjölbreyttum matseðli náð?Í hversu mörgum skólum er boðið upp á ávexti og grænmeti með matnum? Í hversu mörgum skólum vigta börnin sjálf og skrá það sem þau leifa? Hafa börnin verið spurð um hvað þau vilja helst borða í skólanum? Hvað er mikil matarsóun í grunnskólum Reykjavíkur? Hversu miklum mat er hent? Óskað er að svarið sé í samræmi við leiðbeiningar sem Evrópusambandið hefur gefið út um samræmda aðferðarfræði sem nota ber við að mæla matarsóun en hefja átti slíkar mælingar 2020 (sjá Skýrslu starfshóps um Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun, gefið út af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu). Fyrirspurnunum var vísað til skóla- og frístundaráðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Grunnskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtilegt verkefni fyrir börn. Skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börn til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum. Dæmi um verkefni er að skólar kanni matarsóun í mötuneyti skóla sinna t.d. með því að nemendur vigti matinn sem þau sjálf leifa og haldi yfir það skráningu. Niðurstöður má nota til að reikna út hversu miklum mat er hent á heilu skólaári. Með því að fá upplýsingar hjá matráði hvað einn matarskammtur kostar er hægt að reikna út hversu miklum verðmætum er hent. Börnin sjá þannig sóunina ef hún er fyrir hendi. Ef barn fær að skammta sér sjálft, þykir maturinn góður og hefur næði og nægan tíma til að borða hann er líklegt að sóun minnki. Börn njóta sín best í umhverfi þar sem þau fá að skapa, finna hugmyndum sínum farveg og framkvæma sjálf hlutina eftir því sem aldur og þroski leyfa. Það er skylda okkar og ábyrgð að gefa öllum börnum í Reykjavík möguleika á að vinna með umhverfisþætti í enn ríkari mæli en nú er gert. Þessi mál varða framtíðina og framtíðin er barnanna. Ef börn fá tækifæri til að snerta sjálf á málum, koma með tillögur og leiðir, er líklegt að þau muni beita sér enn frekar fyrir málstaðinn. Þátttaka barna í verkefni um matarsóun og útrýmingu plasts eru dæmi um verkefni sem börnum þykir almennt gaman að fást við. Ég hef rætt þessi mál í borgarstjórn og t.d. lagt fram tillögu um að allir skólar verði Grænfánaskólar en sú tillaga var felld. Nokkrir skólar í Reykjavík eru Grænfánaskólar en aðrir skilgreina sig sem heilsueflandi skóla án þess að hafa Grænfánavottun. Markmið borgarinnar á skilyrðislaust að miðast að því að gera öllum leik- og grunnskólum borgarinnar kleift, m.a. fjárhagslega, að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfáninn). Fáninn er skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Sjálfsagt er að nota þennan mælikvarða sem nú þegar hefur verið búinn til og þróaður. Árið 2018 óskaði ég eftir upplýsingum um hvað það kostar að verða Grænfánaskóli. Kostnaður við að gerast Grænfánaskóli var þá 135 krónur á hvern nemanda skólans en þó að lágmarki 25.000 kr. á skóla og að hámarki 75.000 kr. Ef skólar eru á fleiri en einni starfsstöð þá eru greiddar 10.000 kr. fyrir hverja starfsstöð en hámarksgreiðslan einungis greidd einu sinni. Ekki fengust upplýsingar hjá skóla- og frístundaráði hver kostnaður er núna við það að gerast Grænfánaskóli. Ég lagði fram á fundi skóla- og frístundaráðs 24. ágúst sl. eftirfarandi fyrirspurnir um mötuneytismál í grunnskólum Reykjavíkur Hvernig er rekstrarformi/fyrirkomulagi mötuneyta háttað? Í hversu mörgum skólum skömmtuðu börnin sér sjálf (fyrir COVID)? Hvernig er fjölbreyttum matseðli náð?Í hversu mörgum skólum er boðið upp á ávexti og grænmeti með matnum? Í hversu mörgum skólum vigta börnin sjálf og skrá það sem þau leifa? Hafa börnin verið spurð um hvað þau vilja helst borða í skólanum? Hvað er mikil matarsóun í grunnskólum Reykjavíkur? Hversu miklum mat er hent? Óskað er að svarið sé í samræmi við leiðbeiningar sem Evrópusambandið hefur gefið út um samræmda aðferðarfræði sem nota ber við að mæla matarsóun en hefja átti slíkar mælingar 2020 (sjá Skýrslu starfshóps um Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun, gefið út af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu). Fyrirspurnunum var vísað til skóla- og frístundaráðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun