Stefna sósíalista í sjávarútvegi Ólafur Örn Jónsson skrifar 4. september 2021 15:31 Sósíalistar hafa lagt fram róttæka stefnu sína í sjávarútvegsmálum og kasta þar afsökunum um að róttæk stefna gegn ofuröflunum geri flokka „óstjórntæka“ fyrir róða. Sósíalistar gefa ekkert fyrir hótanir útgerðamanna eða lögfræðinga þeirra sem segja að „enginn“ lögfræðingur muni verja ríkið ef farið yrði gegn kvótakerfinu. Vandamálin í sjávarútvegi hafa hrannast upp vegna ógnarstjórnar útgerðarmanna stórútgerðanna sem nota óspart EIGN sína á stjórnmálaflokkum (frá 1995 hafa útgerðamenn einokað atvinnumálanefnd Sjálfstæðisflokksins) inná þingi sem eru eingöngu til í dag fyrir þjónkun við stórútgerðirnar. Út af þessu ofurvaldi illa fenginna peninga útgerðanna frá hruni í formi fölsunar á krónunni vilja sósíalistar kljúfa stærstu fyrirtækin upp og skilja að veiðar og vinnslu með því að skikka allan fisk seldan á mörkuðum. Stærðarhagkvæmni má vel vera hagstæð fyrir eigendur en eins og málin hafa þróast á Íslandi hafa stórúrgerðirnar skapað ólíðandi EINOKUN og yfirgang. Við gerum okkur grein fyrir að góðir hlutir gerast hægt og þurfa sinn umþóttunar tíma þar sem margar hendur vinna gott verk. Þess vegna stefna sósíalistar á að hefja kerfisbreytingar á því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Handfæraveiðar verða leyfðar með 2 daga takmörkunum í viku að eigin vali tímabilið 31 Mars til 31 Október og síðan með 3 daga takmörkunum það sem eftir er af árinu. Sjálfsagðar veður takmarkanir „gul viðvörun“ verður og einn maður 3 rúllur og tveir menn 4 rúllur. Eins fylgjum við því eftir með því að skikka allan fisk landaðann á fiskmarkaði þar sem veiðigjöld verða innheimt líkt og um VSK væri að ræða. Þarna mætti tala um 20 til 25% hluta af sölunni hverju sinni. Þessir peningar skila sér strax og skiptast á milli byggðarlagsins og ríkisins. Frjálsar handfæraveiðar og “allur fiskur á markað“ mun skapa stórkostleg tækifæri sem munu endureisa atvinnulífið í byggðum landsins hringinn í krinugm landið. Nýliðun mun koma með frjálsum Handfæraveiðum og allir sem vilja kunna og geta munu eiga kost á að stofna sérhæfar vinnslur og geta treyst á “allan fisk á markað“ við öflunar hráefnis. Það verður hvating fyrir bygðarlögin að gera góða aðstöðu fyrir bátana og byggja upp góða aðstöðu á fiskmörkuðum í plássinu. Þá er komið að kvótanum sem verður að víkja vegna óskilvirkni sem kemur til af því við höfum engar vísindalegar aðferðir við að afla upplýsinga um stofnstærðir fyrr en fiskurinn birtist í veiðnalegu formi inná miðunum. Togararall Hafró hefur fyrir löngu sannað sig að vera eins og sjómenn hafa alltaf sagt hand ónýtt til að mæla fisk gengd og stærð fiskstofna hverju sinni. Í fyrsta lagi eru punktarnir sem notaðir eru ekki í neinum tenglsum við fiskimiðin og síðan er í engu tekið tillit til náttúrulegra þátt eins og veðurs og strauma eins og allir fiskimenn þekkja að eru megin þættir í veiðum. Við sósíalistar leggjum til dagakerfi þar sem stærri veiðiskipum verður úhlutað dögum til veiða á þorski annars vegar og öðrum tegundum með undir 15% þorski hinsvegar. Árinu verður skipt í 3 fjagra mánaða tímabil sem gefur Ráðherra tækifæri til að grípa inní og breyta dagafjölda eftir þörfum. Með þessu er fiskveiðunum stjórnað eftir veiði á sóknareiningu á hverju svæði fyrir sig. Lið Hagfræðinga innan Háskóla Íslands urðu sjálfum sér til skammar með að þiggja peninga fyrir að vinna að áróðri fyrir útgerðina gegn dagakerfi við stjórn fiskveiða sem þeir gerðu en gleymdu að segja okkur frá því að bæði unnu skip í sóknarkerfinu fyrir kvótan við mjög hátt gengi krónu og heimsmarkaðsverð á fisk sem var aðeins 1/3 af heimsmarkaðsverði í dag. Það er hrein lygi að útgerðin hafi verið meira og minna á hausnum fyrir kvótakerfið. Staðreyndin er að hér var mjög blómleg útgerð mikils meirihluta útgerða hringinn í kringum landið þrátt fyrir óhagstætt gengi á krónunnar. Hér hafa aldrei verið tekin stærri skref í aukinni tækni og meðferð á fiski og aldrei verið eins stórir sigrar á erlendum mörkuðum og á árunum fyrir kvótann. Aldrei hafa eins margir menntað sig í sjávarfræðum eins og fyrir kvótakerfið. Hættum að hlusta á og óttast lyga áróðurinn sem glymur á okkur úr herbúðum kvótahafa sem eru komnir langt fram úr sér í heimutfrekju og yfirgangi í þjóðfélaginu bæði innan og utan Alþingis. Breytinga er þörf og við skuldum útgerðarmönnum sem búið hafa við EINOKUN alltof lengi ekkert. Burtu með kvótann og græðgina sem honum fylgir. Höfundur er heldriborgari, sjómaður, aflaskipstjóri og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í 4. sæti í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Reykjavíkurkjördæmi suður Sósíalistaflokkurinn Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistar hafa lagt fram róttæka stefnu sína í sjávarútvegsmálum og kasta þar afsökunum um að róttæk stefna gegn ofuröflunum geri flokka „óstjórntæka“ fyrir róða. Sósíalistar gefa ekkert fyrir hótanir útgerðamanna eða lögfræðinga þeirra sem segja að „enginn“ lögfræðingur muni verja ríkið ef farið yrði gegn kvótakerfinu. Vandamálin í sjávarútvegi hafa hrannast upp vegna ógnarstjórnar útgerðarmanna stórútgerðanna sem nota óspart EIGN sína á stjórnmálaflokkum (frá 1995 hafa útgerðamenn einokað atvinnumálanefnd Sjálfstæðisflokksins) inná þingi sem eru eingöngu til í dag fyrir þjónkun við stórútgerðirnar. Út af þessu ofurvaldi illa fenginna peninga útgerðanna frá hruni í formi fölsunar á krónunni vilja sósíalistar kljúfa stærstu fyrirtækin upp og skilja að veiðar og vinnslu með því að skikka allan fisk seldan á mörkuðum. Stærðarhagkvæmni má vel vera hagstæð fyrir eigendur en eins og málin hafa þróast á Íslandi hafa stórúrgerðirnar skapað ólíðandi EINOKUN og yfirgang. Við gerum okkur grein fyrir að góðir hlutir gerast hægt og þurfa sinn umþóttunar tíma þar sem margar hendur vinna gott verk. Þess vegna stefna sósíalistar á að hefja kerfisbreytingar á því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Handfæraveiðar verða leyfðar með 2 daga takmörkunum í viku að eigin vali tímabilið 31 Mars til 31 Október og síðan með 3 daga takmörkunum það sem eftir er af árinu. Sjálfsagðar veður takmarkanir „gul viðvörun“ verður og einn maður 3 rúllur og tveir menn 4 rúllur. Eins fylgjum við því eftir með því að skikka allan fisk landaðann á fiskmarkaði þar sem veiðigjöld verða innheimt líkt og um VSK væri að ræða. Þarna mætti tala um 20 til 25% hluta af sölunni hverju sinni. Þessir peningar skila sér strax og skiptast á milli byggðarlagsins og ríkisins. Frjálsar handfæraveiðar og “allur fiskur á markað“ mun skapa stórkostleg tækifæri sem munu endureisa atvinnulífið í byggðum landsins hringinn í krinugm landið. Nýliðun mun koma með frjálsum Handfæraveiðum og allir sem vilja kunna og geta munu eiga kost á að stofna sérhæfar vinnslur og geta treyst á “allan fisk á markað“ við öflunar hráefnis. Það verður hvating fyrir bygðarlögin að gera góða aðstöðu fyrir bátana og byggja upp góða aðstöðu á fiskmörkuðum í plássinu. Þá er komið að kvótanum sem verður að víkja vegna óskilvirkni sem kemur til af því við höfum engar vísindalegar aðferðir við að afla upplýsinga um stofnstærðir fyrr en fiskurinn birtist í veiðnalegu formi inná miðunum. Togararall Hafró hefur fyrir löngu sannað sig að vera eins og sjómenn hafa alltaf sagt hand ónýtt til að mæla fisk gengd og stærð fiskstofna hverju sinni. Í fyrsta lagi eru punktarnir sem notaðir eru ekki í neinum tenglsum við fiskimiðin og síðan er í engu tekið tillit til náttúrulegra þátt eins og veðurs og strauma eins og allir fiskimenn þekkja að eru megin þættir í veiðum. Við sósíalistar leggjum til dagakerfi þar sem stærri veiðiskipum verður úhlutað dögum til veiða á þorski annars vegar og öðrum tegundum með undir 15% þorski hinsvegar. Árinu verður skipt í 3 fjagra mánaða tímabil sem gefur Ráðherra tækifæri til að grípa inní og breyta dagafjölda eftir þörfum. Með þessu er fiskveiðunum stjórnað eftir veiði á sóknareiningu á hverju svæði fyrir sig. Lið Hagfræðinga innan Háskóla Íslands urðu sjálfum sér til skammar með að þiggja peninga fyrir að vinna að áróðri fyrir útgerðina gegn dagakerfi við stjórn fiskveiða sem þeir gerðu en gleymdu að segja okkur frá því að bæði unnu skip í sóknarkerfinu fyrir kvótan við mjög hátt gengi krónu og heimsmarkaðsverð á fisk sem var aðeins 1/3 af heimsmarkaðsverði í dag. Það er hrein lygi að útgerðin hafi verið meira og minna á hausnum fyrir kvótakerfið. Staðreyndin er að hér var mjög blómleg útgerð mikils meirihluta útgerða hringinn í kringum landið þrátt fyrir óhagstætt gengi á krónunnar. Hér hafa aldrei verið tekin stærri skref í aukinni tækni og meðferð á fiski og aldrei verið eins stórir sigrar á erlendum mörkuðum og á árunum fyrir kvótann. Aldrei hafa eins margir menntað sig í sjávarfræðum eins og fyrir kvótakerfið. Hættum að hlusta á og óttast lyga áróðurinn sem glymur á okkur úr herbúðum kvótahafa sem eru komnir langt fram úr sér í heimutfrekju og yfirgangi í þjóðfélaginu bæði innan og utan Alþingis. Breytinga er þörf og við skuldum útgerðarmönnum sem búið hafa við EINOKUN alltof lengi ekkert. Burtu með kvótann og græðgina sem honum fylgir. Höfundur er heldriborgari, sjómaður, aflaskipstjóri og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í 4. sæti í Reykjavík Suður.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar