Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu Tryggvi Páll Tryggvason og Árni Sæberg skrifa 4. september 2021 17:39 Þó nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um brandara sem frambjóðandi Flokk fólksins lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis. Vísir/Vilhelm Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum. Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland. Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland.
„Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“
Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira