Megi sólin skína! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 4. september 2021 22:00 Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni. Umhverfis- og loftslagsmálin hafa löngum verið á jaðri stjórnmálanna, en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá stofnun lagt áherslu á málaflokkinn, og hefur fylgt aukinni vísindalegri þekkingu eftir með aðgerðum sínum og stefnum. Þetta er því ekki ný áhersla hjá okkur, enda hafa umhverfisráðherrar VG unnið ötullega að loftslagsmálum. Á þessu kjörtímabili hefur langvarandi kyrrstöðu verið snúið við og mörg mikilvæg skref verið tekin í loftslagsmálum, náttúruvernd og innviðum og aðgerðum í átt að hringrásarhagkerfi, en það er bara byrjunin. Það er löngu tímabært og jákvæð þróun að fleiri flokkar átti sig á mikilvægi loftslagsaðgerða, því það mun krefjast þverpólitískrar samstöðu til að stuðla að þeim róttæku samfélagslegu breytingum sem til þarf. Í gær kynntu Ungir Umhverfissinnar niðurstöður kvarðans sem þau hönnuðu til að meta loftslags- og umhverfisstefnur stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þetta er metnaðarfullt framtak, til þess fallið að „afrugla“ oft flóknar og viðamiklar stefnur, og auðvelda þannig kjósendum sem láta sig loftslagsmálin varða að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Kvarðinn var unninn af miklu gagnsæi og er til þess fallinn að skapa þrýsting á stjórnmálaflokka um að taka metnaðarfulla afstöðu til umhverfismála. Allir nema þrír flokkar fengu falleinkunn. Þetta eru mikil vonbrigði, og í raun óásættanlegt. Auðvitað segja einkunnargjafir á borð við þessar ekki alla söguna, og ljóst er að flestir flokkar eru með loftslagsmál á einn eða annan hátt á stefnuskrá sinni. Einkunnirnar eru samt góður mælikvarði á hversu mikla yfirsýn, metnað og vilja flokkarnir hafa til að takast á við loftslagsvána. Þessum metnaði þarf svo að fylgja eftir með skýrum aðgerðum sem trappa niður losun eins fljótt og auðið er. Til þess þarf samstöðu, og þeir flokkar sem ekki náðu tilsettum árangri geta enn notað þetta tækifæri til þess að endurskoða sína stefnu, og í raun notað kvarðann sem verkfæri til þess að gera betur í málaflokknum. Loftslagsmálin mega ekki vera pólitískt bitbein, og vonandi er sú tíð liðin, því tíminn er of naumur og þörfin til aðgerða of mikil. Skýr skilaboð vísindanna setja ógnina í samhengi, en eru okkur líka hvatning til góðra verka. Ég er sannfærð um að stjórnmálin munu ná enn frekar utan um þetta stærsta viðfangsefni okkar og VG er og verður leiðandi afl í þessari baráttu. Við leggjum áherslu á málefnalega umræðu og samstöðu, því það er okkur ljóst að einungis þannig náum við árangri. Loftslagsstefna okkar er róttæk en raunhæf, og við munum fylgja henni eftir með skýrum, framsæknum og fjármögnuðum aðgerðum. Höfundur er doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni. Umhverfis- og loftslagsmálin hafa löngum verið á jaðri stjórnmálanna, en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá stofnun lagt áherslu á málaflokkinn, og hefur fylgt aukinni vísindalegri þekkingu eftir með aðgerðum sínum og stefnum. Þetta er því ekki ný áhersla hjá okkur, enda hafa umhverfisráðherrar VG unnið ötullega að loftslagsmálum. Á þessu kjörtímabili hefur langvarandi kyrrstöðu verið snúið við og mörg mikilvæg skref verið tekin í loftslagsmálum, náttúruvernd og innviðum og aðgerðum í átt að hringrásarhagkerfi, en það er bara byrjunin. Það er löngu tímabært og jákvæð þróun að fleiri flokkar átti sig á mikilvægi loftslagsaðgerða, því það mun krefjast þverpólitískrar samstöðu til að stuðla að þeim róttæku samfélagslegu breytingum sem til þarf. Í gær kynntu Ungir Umhverfissinnar niðurstöður kvarðans sem þau hönnuðu til að meta loftslags- og umhverfisstefnur stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þetta er metnaðarfullt framtak, til þess fallið að „afrugla“ oft flóknar og viðamiklar stefnur, og auðvelda þannig kjósendum sem láta sig loftslagsmálin varða að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Kvarðinn var unninn af miklu gagnsæi og er til þess fallinn að skapa þrýsting á stjórnmálaflokka um að taka metnaðarfulla afstöðu til umhverfismála. Allir nema þrír flokkar fengu falleinkunn. Þetta eru mikil vonbrigði, og í raun óásættanlegt. Auðvitað segja einkunnargjafir á borð við þessar ekki alla söguna, og ljóst er að flestir flokkar eru með loftslagsmál á einn eða annan hátt á stefnuskrá sinni. Einkunnirnar eru samt góður mælikvarði á hversu mikla yfirsýn, metnað og vilja flokkarnir hafa til að takast á við loftslagsvána. Þessum metnaði þarf svo að fylgja eftir með skýrum aðgerðum sem trappa niður losun eins fljótt og auðið er. Til þess þarf samstöðu, og þeir flokkar sem ekki náðu tilsettum árangri geta enn notað þetta tækifæri til þess að endurskoða sína stefnu, og í raun notað kvarðann sem verkfæri til þess að gera betur í málaflokknum. Loftslagsmálin mega ekki vera pólitískt bitbein, og vonandi er sú tíð liðin, því tíminn er of naumur og þörfin til aðgerða of mikil. Skýr skilaboð vísindanna setja ógnina í samhengi, en eru okkur líka hvatning til góðra verka. Ég er sannfærð um að stjórnmálin munu ná enn frekar utan um þetta stærsta viðfangsefni okkar og VG er og verður leiðandi afl í þessari baráttu. Við leggjum áherslu á málefnalega umræðu og samstöðu, því það er okkur ljóst að einungis þannig náum við árangri. Loftslagsstefna okkar er róttæk en raunhæf, og við munum fylgja henni eftir með skýrum, framsæknum og fjármögnuðum aðgerðum. Höfundur er doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun