Megi sólin skína! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 4. september 2021 22:00 Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni. Umhverfis- og loftslagsmálin hafa löngum verið á jaðri stjórnmálanna, en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá stofnun lagt áherslu á málaflokkinn, og hefur fylgt aukinni vísindalegri þekkingu eftir með aðgerðum sínum og stefnum. Þetta er því ekki ný áhersla hjá okkur, enda hafa umhverfisráðherrar VG unnið ötullega að loftslagsmálum. Á þessu kjörtímabili hefur langvarandi kyrrstöðu verið snúið við og mörg mikilvæg skref verið tekin í loftslagsmálum, náttúruvernd og innviðum og aðgerðum í átt að hringrásarhagkerfi, en það er bara byrjunin. Það er löngu tímabært og jákvæð þróun að fleiri flokkar átti sig á mikilvægi loftslagsaðgerða, því það mun krefjast þverpólitískrar samstöðu til að stuðla að þeim róttæku samfélagslegu breytingum sem til þarf. Í gær kynntu Ungir Umhverfissinnar niðurstöður kvarðans sem þau hönnuðu til að meta loftslags- og umhverfisstefnur stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þetta er metnaðarfullt framtak, til þess fallið að „afrugla“ oft flóknar og viðamiklar stefnur, og auðvelda þannig kjósendum sem láta sig loftslagsmálin varða að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Kvarðinn var unninn af miklu gagnsæi og er til þess fallinn að skapa þrýsting á stjórnmálaflokka um að taka metnaðarfulla afstöðu til umhverfismála. Allir nema þrír flokkar fengu falleinkunn. Þetta eru mikil vonbrigði, og í raun óásættanlegt. Auðvitað segja einkunnargjafir á borð við þessar ekki alla söguna, og ljóst er að flestir flokkar eru með loftslagsmál á einn eða annan hátt á stefnuskrá sinni. Einkunnirnar eru samt góður mælikvarði á hversu mikla yfirsýn, metnað og vilja flokkarnir hafa til að takast á við loftslagsvána. Þessum metnaði þarf svo að fylgja eftir með skýrum aðgerðum sem trappa niður losun eins fljótt og auðið er. Til þess þarf samstöðu, og þeir flokkar sem ekki náðu tilsettum árangri geta enn notað þetta tækifæri til þess að endurskoða sína stefnu, og í raun notað kvarðann sem verkfæri til þess að gera betur í málaflokknum. Loftslagsmálin mega ekki vera pólitískt bitbein, og vonandi er sú tíð liðin, því tíminn er of naumur og þörfin til aðgerða of mikil. Skýr skilaboð vísindanna setja ógnina í samhengi, en eru okkur líka hvatning til góðra verka. Ég er sannfærð um að stjórnmálin munu ná enn frekar utan um þetta stærsta viðfangsefni okkar og VG er og verður leiðandi afl í þessari baráttu. Við leggjum áherslu á málefnalega umræðu og samstöðu, því það er okkur ljóst að einungis þannig náum við árangri. Loftslagsstefna okkar er róttæk en raunhæf, og við munum fylgja henni eftir með skýrum, framsæknum og fjármögnuðum aðgerðum. Höfundur er doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni. Umhverfis- og loftslagsmálin hafa löngum verið á jaðri stjórnmálanna, en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá stofnun lagt áherslu á málaflokkinn, og hefur fylgt aukinni vísindalegri þekkingu eftir með aðgerðum sínum og stefnum. Þetta er því ekki ný áhersla hjá okkur, enda hafa umhverfisráðherrar VG unnið ötullega að loftslagsmálum. Á þessu kjörtímabili hefur langvarandi kyrrstöðu verið snúið við og mörg mikilvæg skref verið tekin í loftslagsmálum, náttúruvernd og innviðum og aðgerðum í átt að hringrásarhagkerfi, en það er bara byrjunin. Það er löngu tímabært og jákvæð þróun að fleiri flokkar átti sig á mikilvægi loftslagsaðgerða, því það mun krefjast þverpólitískrar samstöðu til að stuðla að þeim róttæku samfélagslegu breytingum sem til þarf. Í gær kynntu Ungir Umhverfissinnar niðurstöður kvarðans sem þau hönnuðu til að meta loftslags- og umhverfisstefnur stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þetta er metnaðarfullt framtak, til þess fallið að „afrugla“ oft flóknar og viðamiklar stefnur, og auðvelda þannig kjósendum sem láta sig loftslagsmálin varða að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Kvarðinn var unninn af miklu gagnsæi og er til þess fallinn að skapa þrýsting á stjórnmálaflokka um að taka metnaðarfulla afstöðu til umhverfismála. Allir nema þrír flokkar fengu falleinkunn. Þetta eru mikil vonbrigði, og í raun óásættanlegt. Auðvitað segja einkunnargjafir á borð við þessar ekki alla söguna, og ljóst er að flestir flokkar eru með loftslagsmál á einn eða annan hátt á stefnuskrá sinni. Einkunnirnar eru samt góður mælikvarði á hversu mikla yfirsýn, metnað og vilja flokkarnir hafa til að takast á við loftslagsvána. Þessum metnaði þarf svo að fylgja eftir með skýrum aðgerðum sem trappa niður losun eins fljótt og auðið er. Til þess þarf samstöðu, og þeir flokkar sem ekki náðu tilsettum árangri geta enn notað þetta tækifæri til þess að endurskoða sína stefnu, og í raun notað kvarðann sem verkfæri til þess að gera betur í málaflokknum. Loftslagsmálin mega ekki vera pólitískt bitbein, og vonandi er sú tíð liðin, því tíminn er of naumur og þörfin til aðgerða of mikil. Skýr skilaboð vísindanna setja ógnina í samhengi, en eru okkur líka hvatning til góðra verka. Ég er sannfærð um að stjórnmálin munu ná enn frekar utan um þetta stærsta viðfangsefni okkar og VG er og verður leiðandi afl í þessari baráttu. Við leggjum áherslu á málefnalega umræðu og samstöðu, því það er okkur ljóst að einungis þannig náum við árangri. Loftslagsstefna okkar er róttæk en raunhæf, og við munum fylgja henni eftir með skýrum, framsæknum og fjármögnuðum aðgerðum. Höfundur er doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun