Kristján Guðmundsson: Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 14:40 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað taka stigin þrjú í dag. VÍSIR/DANÍEL Stjörnustúlkur fengu Breiðablik í heimsókn á Samsungvöllinn í hádegisleik í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað vinna leikinn í dag og þar með báða leiki tímabilsins gegn Breiðablik. „Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
„Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52