Fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands látinn eftir að hafa verið 39 ár í dái Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2021 11:02 Jean-Pierre Adams lék 22 leiki með franska landsliðinu á 8. áratug síðustu aldar. getty/Universal Jean-Pierre Adams, fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands í fótbolta, er látinn eftir að hafa verið í dái í 39 ár. Hann var 73 ára þegar hann lést. Adams fæddist í Dakar í Senegal 1948 en fluttist til Frakklands þegar hann var tíu ára. Hann lék með nokkrum liðum í Frakklandi, meðal annars Nice og Paris Saint-Germain, og 22 landsleiki á árunum 1972-76. Le @PSG_inside a perdu, ce lundi 6 septembre, l un de ses glorieux anciens. Défenseur des Rouge et Bleu et de l Équipe de France, Jean-Pierre Adams avait porté les couleurs parisiennes de 1977 à 1979.Le Club présente ses condoléances à sa famille et à ses proches.— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 6, 2021 Adams lagði skóna á hilluna 1981. Þann 17. mars ári seinna, þegar hann var 34 ára, fór Adams í aðgerð á hné í Lyon. Hún dró dilk á eftir sér. Vegna mistaka svæfingarlæknis misheppnaðist svæfingin og Adams fór í dá. Og í því lá hann síðustu 39 ár ævi sinnar. Adams lést á spítala í Nimes í dag. Daginn sem aðgerðin var framkvæmd var fjöldi starfsmanna spítalans í Lyon í verkfalli og svæfingalæknirinn sá um átta aðgerðir þann dag. Aðgerðin á Adams var ekki bráðnauðsynleg en var samt framkvæmd. Eiginkona Adams, Bernadette, sinnti honum allt til dauðadags . Þau áttu tvö börn saman. Jean-Pierre Adams and Marius Trésor spiluðu saman í miðri vörn franska landsliðsins.getty/Universal Um miðjan 10. áratug síðustu aldar voru svæfingarlæknirinn og læknaneminn sem sáu um aðgerðina örlagaríku á Adams dæmdir til að greiða skaðabætur og voru sendir í leyfi í mánuð. Robin Bairner skrifaði grein um Jean-Pierre Adams og líf hans í tímaritið The Blizzard 2014. Brot úr greininni má lesa á The Guardian, eða með því að smella hér. Franski boltinn Andlát Frakkland Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira
Adams fæddist í Dakar í Senegal 1948 en fluttist til Frakklands þegar hann var tíu ára. Hann lék með nokkrum liðum í Frakklandi, meðal annars Nice og Paris Saint-Germain, og 22 landsleiki á árunum 1972-76. Le @PSG_inside a perdu, ce lundi 6 septembre, l un de ses glorieux anciens. Défenseur des Rouge et Bleu et de l Équipe de France, Jean-Pierre Adams avait porté les couleurs parisiennes de 1977 à 1979.Le Club présente ses condoléances à sa famille et à ses proches.— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 6, 2021 Adams lagði skóna á hilluna 1981. Þann 17. mars ári seinna, þegar hann var 34 ára, fór Adams í aðgerð á hné í Lyon. Hún dró dilk á eftir sér. Vegna mistaka svæfingarlæknis misheppnaðist svæfingin og Adams fór í dá. Og í því lá hann síðustu 39 ár ævi sinnar. Adams lést á spítala í Nimes í dag. Daginn sem aðgerðin var framkvæmd var fjöldi starfsmanna spítalans í Lyon í verkfalli og svæfingalæknirinn sá um átta aðgerðir þann dag. Aðgerðin á Adams var ekki bráðnauðsynleg en var samt framkvæmd. Eiginkona Adams, Bernadette, sinnti honum allt til dauðadags . Þau áttu tvö börn saman. Jean-Pierre Adams and Marius Trésor spiluðu saman í miðri vörn franska landsliðsins.getty/Universal Um miðjan 10. áratug síðustu aldar voru svæfingarlæknirinn og læknaneminn sem sáu um aðgerðina örlagaríku á Adams dæmdir til að greiða skaðabætur og voru sendir í leyfi í mánuð. Robin Bairner skrifaði grein um Jean-Pierre Adams og líf hans í tímaritið The Blizzard 2014. Brot úr greininni má lesa á The Guardian, eða með því að smella hér.
Franski boltinn Andlát Frakkland Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira