Fimm nýir kjörstaðir í Reykjavík og breytt kjördæmamörkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2021 10:29 Höfðatorg er einn af fimm nýjum kjörstöðum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september næstkomandi. Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavík og bætast fimm nýir kjörstaðir við í þessum kosningum. Þeir eru Frostaskjól (KR-heimilið), Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli. Kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að það sé stefna borgarinnar að bæta aðgengi kjósenda að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna. Liður í því sé að fjölga kjörstöðum og færa þjónustuna þannig sem næst íbúum. Opið frá 9-22 á kjördag Í mörgum tilfellum hefur kjörstaður færst nær heimili fólks og eru kjósendur því eindregið hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Þær upplýsingar ásamt ýmsum öðrum má finna hér á vef Reykjavíkurborgar. Þarna er til dæmis búið að merkja inn á kortið gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má fletta upp sínum kjörstað út frá kennitölu á vef Þjóðskrár hér. Kjörstaðir í borginni verða opnir frá klukkan 9 til 22 á kjördag og að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður myndstreymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is. Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fatlað fólk en aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða borgarinnar hér. Leita má upplýsinga um allt sem varðar kosningar í síma 411-4915 eða með pósti á netfangið kosningar@reykjavik.is. Áhrif breyttrar kjördæmamörkunar Vakin er athygli á því að Landskjörsstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Nánar má lesa um breytingu kjördæmamarkanna hér. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Kringlunni í Reykjavík og í Smáralind í Kópavogi og er opið milli 10 og 22 alla daga. Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að það sé stefna borgarinnar að bæta aðgengi kjósenda að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna. Liður í því sé að fjölga kjörstöðum og færa þjónustuna þannig sem næst íbúum. Opið frá 9-22 á kjördag Í mörgum tilfellum hefur kjörstaður færst nær heimili fólks og eru kjósendur því eindregið hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Þær upplýsingar ásamt ýmsum öðrum má finna hér á vef Reykjavíkurborgar. Þarna er til dæmis búið að merkja inn á kortið gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má fletta upp sínum kjörstað út frá kennitölu á vef Þjóðskrár hér. Kjörstaðir í borginni verða opnir frá klukkan 9 til 22 á kjördag og að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður myndstreymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is. Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fatlað fólk en aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða borgarinnar hér. Leita má upplýsinga um allt sem varðar kosningar í síma 411-4915 eða með pósti á netfangið kosningar@reykjavik.is. Áhrif breyttrar kjördæmamörkunar Vakin er athygli á því að Landskjörsstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Nánar má lesa um breytingu kjördæmamarkanna hér. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Kringlunni í Reykjavík og í Smáralind í Kópavogi og er opið milli 10 og 22 alla daga.
Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira