Í einangrun í hjólhýsi en tók þátt í heilsuátaki Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 06:30 Sif var einkennalaus að öllu leyti en fannst hreyfingarleysið erfiðast. Vísir/Vilhelm Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun. „Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira