Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. september 2021 11:59 Skaftárhlaup Vísir/RAX Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. „Hlaupið er ekki ennþá byrjað að sjást við Sveinstind. Það er á leiðinni undan jökli í þessum töluðu orðum en við búumst ekki við því að sjá það við Sveinstind fyrr en síðar í dag,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands rétt fyrir hádegisfréttir í dag. Hún segir að miðað við fyrr hlaup megi gera ráð fyrir því að hlaupið nái hámarki við Sveinstind rúmum 30 klukkustundum eftir það. „Svo berst hlaupið niður ánna og er þá u.þ.b. tíu klukkustundir að ná að þjóðveginum,“ segir Hulda Rós. Hulda segir mögulegt að hlaupið fari yfir þjóðveg 1 við Eldvatn í Ásum. „Það er ekki útilokað að það gerist. Það er náttúrulega búið að hlaupa úr vestari- katlinum og það eru pollar við veginn sem þýðir að vatnið er ekki að svo auðveldlega að hripast niður jarðveginn. Þannig að það getur verið að það fari yfir þjóðveginn,“ segir Hulda. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups í gær en síðustu daga hefur líka hlaupið úr Vestari Skaftárkatli. Björn Ingi Jónsson er verkefnisstjóri Almannavarna á Suðurlandi. „Það er nóg vatn fyrir á svæðinu svo bætist næsta hlaup við þannig að við reiknum með hlaupi sem er rúmlega það sem var 2018,“ segir Björn Ingi. Björn segir að fari hlaupið yfir þjóðveginn sé hjáleið á svæðinu. „Þarna á svæðinu höfum við hjáleið niður í Meðalland og við erum komin með sólarhringsvakt til að fylgjast með því,“ segir hann. Hann segir að farið verði í lokanir og hugsanlegar rýmingar á svæðinu í dag. „Við förum í þessar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk verði innlyksa á svæðinu. Við höfum daginn í dag til þess að vinna að því að koma fólki af svæði sem er ekki öruggt,“ segir Björn. Hann segir að Almannavarnir sendi frá sér kort með lokunum á svæðinu á næstu klukkustundum. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
„Hlaupið er ekki ennþá byrjað að sjást við Sveinstind. Það er á leiðinni undan jökli í þessum töluðu orðum en við búumst ekki við því að sjá það við Sveinstind fyrr en síðar í dag,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands rétt fyrir hádegisfréttir í dag. Hún segir að miðað við fyrr hlaup megi gera ráð fyrir því að hlaupið nái hámarki við Sveinstind rúmum 30 klukkustundum eftir það. „Svo berst hlaupið niður ánna og er þá u.þ.b. tíu klukkustundir að ná að þjóðveginum,“ segir Hulda Rós. Hulda segir mögulegt að hlaupið fari yfir þjóðveg 1 við Eldvatn í Ásum. „Það er ekki útilokað að það gerist. Það er náttúrulega búið að hlaupa úr vestari- katlinum og það eru pollar við veginn sem þýðir að vatnið er ekki að svo auðveldlega að hripast niður jarðveginn. Þannig að það getur verið að það fari yfir þjóðveginn,“ segir Hulda. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups í gær en síðustu daga hefur líka hlaupið úr Vestari Skaftárkatli. Björn Ingi Jónsson er verkefnisstjóri Almannavarna á Suðurlandi. „Það er nóg vatn fyrir á svæðinu svo bætist næsta hlaup við þannig að við reiknum með hlaupi sem er rúmlega það sem var 2018,“ segir Björn Ingi. Björn segir að fari hlaupið yfir þjóðveginn sé hjáleið á svæðinu. „Þarna á svæðinu höfum við hjáleið niður í Meðalland og við erum komin með sólarhringsvakt til að fylgjast með því,“ segir hann. Hann segir að farið verði í lokanir og hugsanlegar rýmingar á svæðinu í dag. „Við förum í þessar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk verði innlyksa á svæðinu. Við höfum daginn í dag til þess að vinna að því að koma fólki af svæði sem er ekki öruggt,“ segir Björn. Hann segir að Almannavarnir sendi frá sér kort með lokunum á svæðinu á næstu klukkustundum.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54
Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01