Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 14:37 Stóru viðskiptabankarnir hafa kynnt vaxtaákvarðanir sínar. Vísir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Vaxtabreytingin kemur í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands sem hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 25. ágúst. Samhliða breytingum á útlánsvöxtum hækka vextir sparnaðarreikninga hjá Íslandsbanka um 0,15 til 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig. Einnig hækka breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga um 0,20 prósentustig. Allar vaxtabreytingarnar taka gildi á morgun, 7. september. Arion banki eini bankinn sem hækkar vexti á lánum með föstum vöxtum Íslandsbanki er síðasti viðskiptabankinn til að kynna vaxtahækkanir í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Landsbankinn reið á vaðið þann 31. ágúst og kynnti 0,20 prósentustiga hækkun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Vextir á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum með föstum vöxtum haldast óbreyttir en vextir á sparireikningum hækka um 0,20 til 0,25 prósentustig. Tveimur dögum síðar greindi Arion banki frá því að hann hygðist hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,20 prósentustig og vexti nýrra lána með óverðtryggðum föstum vöxtum til þriggja ára um 0,14 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hjá Arion banka hækka um allt að 0,25 prósentustig. Minna um vaxtabreytingar hjá lífeyrissjóðum Þann 1. september síðastliðinn hækkaði Brú lífeyrissjóður breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig og fasta vexti um 0,30 prósentustig. Á sama tíma lækkuðu breytilegir vextir á veðtryggðum lánum um 0,10 prósentustig. Á sama tíma lækkaði Festa lífeyrissjóður fasta vexti verðtrygðgðra sjóðsfélagalána um 0,30 prósentustig um síðustu mánaðarmót. Engir aðrir lífeyrissjóðir hafa kynnt nýlegar vaxtabreytingar á heimasíðum sínum. Bera má saman vaxtakjör banka og lífeyrissjóða á vef Aurbjargar. Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6. september 2021 14:37 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Sjá meira
Vaxtabreytingin kemur í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands sem hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 25. ágúst. Samhliða breytingum á útlánsvöxtum hækka vextir sparnaðarreikninga hjá Íslandsbanka um 0,15 til 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig. Einnig hækka breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga um 0,20 prósentustig. Allar vaxtabreytingarnar taka gildi á morgun, 7. september. Arion banki eini bankinn sem hækkar vexti á lánum með föstum vöxtum Íslandsbanki er síðasti viðskiptabankinn til að kynna vaxtahækkanir í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Landsbankinn reið á vaðið þann 31. ágúst og kynnti 0,20 prósentustiga hækkun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Vextir á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum með föstum vöxtum haldast óbreyttir en vextir á sparireikningum hækka um 0,20 til 0,25 prósentustig. Tveimur dögum síðar greindi Arion banki frá því að hann hygðist hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,20 prósentustig og vexti nýrra lána með óverðtryggðum föstum vöxtum til þriggja ára um 0,14 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hjá Arion banka hækka um allt að 0,25 prósentustig. Minna um vaxtabreytingar hjá lífeyrissjóðum Þann 1. september síðastliðinn hækkaði Brú lífeyrissjóður breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig og fasta vexti um 0,30 prósentustig. Á sama tíma lækkuðu breytilegir vextir á veðtryggðum lánum um 0,10 prósentustig. Á sama tíma lækkaði Festa lífeyrissjóður fasta vexti verðtrygðgðra sjóðsfélagalána um 0,30 prósentustig um síðustu mánaðarmót. Engir aðrir lífeyrissjóðir hafa kynnt nýlegar vaxtabreytingar á heimasíðum sínum. Bera má saman vaxtakjör banka og lífeyrissjóða á vef Aurbjargar.
Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6. september 2021 14:37 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Sjá meira
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26
Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6. september 2021 14:37
Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45