„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“ Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2021 14:45 „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína. Vísir/Vilhelm/Getty Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað. „Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“ Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
„Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“
Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira