Ríkisstjórn hins lægsta pólitíska samnefnara? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 6. september 2021 15:00 Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun