Sundabraut - pólitískur ómöguleiki? Tómas Ellert Tómasson skrifar 6. september 2021 17:31 Þrátt fyrir mikla efnahagslega niðursveiflu nýtur íslenska ríkið nú betri kjara en áður. Það er afleiðing þeirra róttæku efnahagsaðgerða sem ráðist var í á árunum 2013-16 undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins. Þessa stöðu á að nýta til að byggja upp innviði landsins, ekki hvað síst í samgöngum. En þá skiptir öllu máli að forgangsraða rétt og ráðast í hagkvæmar framkvæmdir þar sem þörfin er mest. Sagan stutt, um Sundabraut Miklar væntingar hafa verið meðal landsmanna um lagningu Sundabrautar og að framkvæmdir við hana hefjist fyrr en síðar eftir að hafa verið á hinu pólitíska teikniborði í áratugi. Því miður virðast stjórnvöld hvorki hafa sýn né stefnu um það hvernig verkinu verður hrint í framkvæmd og hún virðist vera pólitískur ómöguleiki eins og staðan er núna. Upphafið að Sundabraut má rekja allt til endurskoðunar á aðalskipulagi borgarinnar árið 1972. Þremur árum síðar, árið 1975 kom hún fram sem hugmynd í tillögu að aðalskipulagi en var aldrei staðfest. Það var svo ekki fyrr en tæpum tíu árum seinna, eða 1984 sem Sundabrautin kemur inn á staðfest skipulag. Hinsvegar hófst ekki undirbúningur að þessu mikla verki fyrr en í ársbyrjun 1996. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa allt frá þeim tíma, lagt mikla vinnu í að rannsaka mögulega kosti á legu hennar. Í aðalskipulagi borgarinnar til ársins 2016, kemur fram að Sundabrautin muni bæta samgöngur milli Borgarholts og Grafarvogar og margra borgarhluta í norðurhluta Reykjavíkur. Hagfræðingar og umferðaverkfræðingar hafa verið sammála um ágæti verksins og er skemmst að minnast þess að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar fyrir ári síðan að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum.“ Fleiri eru sama sinnis. „Hvað með þjóðhagslegan sparnað af styttingu leiða og öll sóknarfærin sem skapast þegar til verður verðmætt byggingarland við brúarsporðinn, álag minnkar af Vesturlandsvegi og ný tækifæri opnast til uppbyggingar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og allt upp á Kjalarnes? Hvernig væri að taka höndum saman og horfa til framtíðar,” skrifaði Helgi Þór Ingason, prófessor og verkfræðingur fyrir nokkrum árum um tækifærin sem felast í Sundabraut. Skortur á pólitískri forystu En þó að Sundabraut hafi verið á áætlun svona lengi skortir augljóslega pólitíska forystu til að hrinda verkinu í framkvæmd. Árið 2000 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um Sundabraut á hverfafundi í Grafarvogi: „…og fljótlega í haust verður tekin ákvörðun um eina lausn og ef allt gengur að óskum ættu framkvæmdir að geta hafist á næsta ári“. Svona hafa yfirlýsingar vinstri manna verið í Reykjavík í gegnum tíðina en á sama tíma hafa sumir þeirra beinlínis unnið gegn lagningu brautarinnar. Engum dylst að meirihlutinn í Reykjavík telur sig hafa hag af því að skapa óvissu um framtíð Sundabrautar og núverandi ríkisstjórn virðist eiga í vandræðum með að fastsetja verkefnið. Það er óþolandi staða fyrir landsmenn, en fáar framkvæmdir eru mikilvægari. Fyrir því eru margar ástæður eins og við Miðflokksmenn höfum verið að reyna að vekja athygli á um langt skeið. Það er því miður ástæða til að óttast að hönnunarvinna dragist á langinn og verkefnið tefjist von úr viti. Ráðumst strax í verkið Ekki er langt síðan samgönguráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur boðuðu til blaðamannafundar sem átti að ramma inn framkvæmdaáætlun Sundabrautar. Þegar grannt var skoðað reyndist þar um sýndarmennsku að ræða. Engin ákvörðun liggur fyrir um fyrirkomulag verksins eins og það lykilatriði hvort byggð verði brú eða grafin göng. Tímasetningar eru þar að auki í algeri óvissu og engin leið að sjá fyrir sér hvenær ráðist verður í verkefnið. Svo virðist sem meirihlutinn í Reykjavík hafi komið að borðinu með allskonar fyrirvara sem virðist vera ætlað að koma í veg fyrir að Sundabraut verði að veruleika. Samgönguráðherra kaus að taka þátt í leikritinu nú skömmu fyrir kosningar, væntanlega til að slá ryki í augu kjósenda. Næsta kjörtímabil virðist þannig aðeins eiga að nota í að skoða málið áfram og gera „félagshagfræðilega greiningu á þverun Kleppsvíkur“. Blekið var ekki þornað á pappírnum þegar ljóst var að undirritunin breytti engu um áform um Sundabraut, því borgarstjóri afneitaði framkvæmdinni tíu sinnum í einu og sama viðtalinu við Morgunblaðið, fáum mínútum eftir undirritunina. Ég hyggst berjast fyrir því að ráðist verði í lagningu Sundabrautar sem fyrst og að lögð verði áhersla á að flýta undirbúningi og framkvæmdum. Erlendis hafa verkefni af þessu tagi verið hugsuð heildstætt þannig að samgöngubótin haldist í hendur við byggðauppbyggingu sem nýtist bæði atvinnulífi og einstaklingum. Hagkvæmni verkefnisins og arðsemi þess ætti að réttlæta slíka flýtingu framkvæmda. Sundabraut er ekki pólitískur ómöguleiki komist Miðflokkurinn til valda, því við gerum það sem við segjumst ætla að gera - „Sundabraut strax!“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Samgöngur Sundabraut Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikla efnahagslega niðursveiflu nýtur íslenska ríkið nú betri kjara en áður. Það er afleiðing þeirra róttæku efnahagsaðgerða sem ráðist var í á árunum 2013-16 undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins. Þessa stöðu á að nýta til að byggja upp innviði landsins, ekki hvað síst í samgöngum. En þá skiptir öllu máli að forgangsraða rétt og ráðast í hagkvæmar framkvæmdir þar sem þörfin er mest. Sagan stutt, um Sundabraut Miklar væntingar hafa verið meðal landsmanna um lagningu Sundabrautar og að framkvæmdir við hana hefjist fyrr en síðar eftir að hafa verið á hinu pólitíska teikniborði í áratugi. Því miður virðast stjórnvöld hvorki hafa sýn né stefnu um það hvernig verkinu verður hrint í framkvæmd og hún virðist vera pólitískur ómöguleiki eins og staðan er núna. Upphafið að Sundabraut má rekja allt til endurskoðunar á aðalskipulagi borgarinnar árið 1972. Þremur árum síðar, árið 1975 kom hún fram sem hugmynd í tillögu að aðalskipulagi en var aldrei staðfest. Það var svo ekki fyrr en tæpum tíu árum seinna, eða 1984 sem Sundabrautin kemur inn á staðfest skipulag. Hinsvegar hófst ekki undirbúningur að þessu mikla verki fyrr en í ársbyrjun 1996. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa allt frá þeim tíma, lagt mikla vinnu í að rannsaka mögulega kosti á legu hennar. Í aðalskipulagi borgarinnar til ársins 2016, kemur fram að Sundabrautin muni bæta samgöngur milli Borgarholts og Grafarvogar og margra borgarhluta í norðurhluta Reykjavíkur. Hagfræðingar og umferðaverkfræðingar hafa verið sammála um ágæti verksins og er skemmst að minnast þess að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar fyrir ári síðan að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum.“ Fleiri eru sama sinnis. „Hvað með þjóðhagslegan sparnað af styttingu leiða og öll sóknarfærin sem skapast þegar til verður verðmætt byggingarland við brúarsporðinn, álag minnkar af Vesturlandsvegi og ný tækifæri opnast til uppbyggingar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og allt upp á Kjalarnes? Hvernig væri að taka höndum saman og horfa til framtíðar,” skrifaði Helgi Þór Ingason, prófessor og verkfræðingur fyrir nokkrum árum um tækifærin sem felast í Sundabraut. Skortur á pólitískri forystu En þó að Sundabraut hafi verið á áætlun svona lengi skortir augljóslega pólitíska forystu til að hrinda verkinu í framkvæmd. Árið 2000 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um Sundabraut á hverfafundi í Grafarvogi: „…og fljótlega í haust verður tekin ákvörðun um eina lausn og ef allt gengur að óskum ættu framkvæmdir að geta hafist á næsta ári“. Svona hafa yfirlýsingar vinstri manna verið í Reykjavík í gegnum tíðina en á sama tíma hafa sumir þeirra beinlínis unnið gegn lagningu brautarinnar. Engum dylst að meirihlutinn í Reykjavík telur sig hafa hag af því að skapa óvissu um framtíð Sundabrautar og núverandi ríkisstjórn virðist eiga í vandræðum með að fastsetja verkefnið. Það er óþolandi staða fyrir landsmenn, en fáar framkvæmdir eru mikilvægari. Fyrir því eru margar ástæður eins og við Miðflokksmenn höfum verið að reyna að vekja athygli á um langt skeið. Það er því miður ástæða til að óttast að hönnunarvinna dragist á langinn og verkefnið tefjist von úr viti. Ráðumst strax í verkið Ekki er langt síðan samgönguráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur boðuðu til blaðamannafundar sem átti að ramma inn framkvæmdaáætlun Sundabrautar. Þegar grannt var skoðað reyndist þar um sýndarmennsku að ræða. Engin ákvörðun liggur fyrir um fyrirkomulag verksins eins og það lykilatriði hvort byggð verði brú eða grafin göng. Tímasetningar eru þar að auki í algeri óvissu og engin leið að sjá fyrir sér hvenær ráðist verður í verkefnið. Svo virðist sem meirihlutinn í Reykjavík hafi komið að borðinu með allskonar fyrirvara sem virðist vera ætlað að koma í veg fyrir að Sundabraut verði að veruleika. Samgönguráðherra kaus að taka þátt í leikritinu nú skömmu fyrir kosningar, væntanlega til að slá ryki í augu kjósenda. Næsta kjörtímabil virðist þannig aðeins eiga að nota í að skoða málið áfram og gera „félagshagfræðilega greiningu á þverun Kleppsvíkur“. Blekið var ekki þornað á pappírnum þegar ljóst var að undirritunin breytti engu um áform um Sundabraut, því borgarstjóri afneitaði framkvæmdinni tíu sinnum í einu og sama viðtalinu við Morgunblaðið, fáum mínútum eftir undirritunina. Ég hyggst berjast fyrir því að ráðist verði í lagningu Sundabrautar sem fyrst og að lögð verði áhersla á að flýta undirbúningi og framkvæmdum. Erlendis hafa verkefni af þessu tagi verið hugsuð heildstætt þannig að samgöngubótin haldist í hendur við byggðauppbyggingu sem nýtist bæði atvinnulífi og einstaklingum. Hagkvæmni verkefnisins og arðsemi þess ætti að réttlæta slíka flýtingu framkvæmda. Sundabraut er ekki pólitískur ómöguleiki komist Miðflokkurinn til valda, því við gerum það sem við segjumst ætla að gera - „Sundabraut strax!“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar