Valdaránsmenn í Gíneu boða nýja þjóðstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 18:37 Mamadi Doumbouya ofursti (f.m.) í fararbroddi valdaránsmanna í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á sunnudag. Þeir tóku Alpha Condé forseta höndum og felldu stjórnarskrána úr gildi. AP/Radio Television Guineenne Leiðtogi valdaránsmanna sem steyptu Alpha Condé, forseta Gíneu, af stóli um helgina boðar að ný þjóðstjórn verði mynduð á næstu vikum. Condé er enn í haldi valdaránsmanna og ekki liggur fyrir hvað verður um hann. Sérsveit gíneska hersins tók Condé höndum og rændi völdum í Vestur-Afríkulandinu í gær. Tilkynntu hermennirnir að stjórnarskrá landsins hefði verið felld úr gildi, landamærunum lokað og útgöngubanni á landsvísu komið á. Mamady Doumbouya, ofursti og leiðtogi valdaránsmannanna, segir að þjóðstjórnin eigi að stýra breytingunum sem fram undan eru, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lofar ráðherrum sem sátu í stjórn Condé að þeir verði ekki ofsóttir. Þeir megi hins vegar ekki yfirgefa landið og þeir verði að skila bifreiðum sem þeir fengu frá ríkisstjórninni. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja (Ecowas) hafa öll fordæmt valdaránið og krafist þess að borgaralegri stjórn verði aftur komið á í Gíneu. Doumbouya réttlætti valdaránið með því að hann hafi viljað binda enda á gengdarlausa spillingu, mannréttindabrot og óstjórn. Gínea er einn stærsti útflytjandi báxíðs í heiminum en það er notað til að framleiða súrál. Heimsmarkaðsverð á áli tók stökk eftir valdaránið og hefur það ekki verið hærra í áratug. Doumbouya sagði námufyrirtækjum að halda áfram framleiðslu sinni þar sem þau væru undanskilin útgöngubanninu í landinu. Condé var endurkjörin forseti í annað sinn í skugga ofbeldisfullra mótmæla í fyrra. Hann hefur verið sakaður um ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og mannréttindabrot. Mamoudou Nagnalen Barry, stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Þjóðfylking til varnar stjórnarskránni (FNDC), segir tilfinningar sínar um valdaránið blendnar en að hann taki því þó fagnandi. Hann vonist til þess að herinn skili völdunum brátt aftur í hendur óbreyttra borgara. Gínea Tengdar fréttir Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Sérsveit gíneska hersins tók Condé höndum og rændi völdum í Vestur-Afríkulandinu í gær. Tilkynntu hermennirnir að stjórnarskrá landsins hefði verið felld úr gildi, landamærunum lokað og útgöngubanni á landsvísu komið á. Mamady Doumbouya, ofursti og leiðtogi valdaránsmannanna, segir að þjóðstjórnin eigi að stýra breytingunum sem fram undan eru, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lofar ráðherrum sem sátu í stjórn Condé að þeir verði ekki ofsóttir. Þeir megi hins vegar ekki yfirgefa landið og þeir verði að skila bifreiðum sem þeir fengu frá ríkisstjórninni. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja (Ecowas) hafa öll fordæmt valdaránið og krafist þess að borgaralegri stjórn verði aftur komið á í Gíneu. Doumbouya réttlætti valdaránið með því að hann hafi viljað binda enda á gengdarlausa spillingu, mannréttindabrot og óstjórn. Gínea er einn stærsti útflytjandi báxíðs í heiminum en það er notað til að framleiða súrál. Heimsmarkaðsverð á áli tók stökk eftir valdaránið og hefur það ekki verið hærra í áratug. Doumbouya sagði námufyrirtækjum að halda áfram framleiðslu sinni þar sem þau væru undanskilin útgöngubanninu í landinu. Condé var endurkjörin forseti í annað sinn í skugga ofbeldisfullra mótmæla í fyrra. Hann hefur verið sakaður um ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og mannréttindabrot. Mamoudou Nagnalen Barry, stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Þjóðfylking til varnar stjórnarskránni (FNDC), segir tilfinningar sínar um valdaránið blendnar en að hann taki því þó fagnandi. Hann vonist til þess að herinn skili völdunum brátt aftur í hendur óbreyttra borgara.
Gínea Tengdar fréttir Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30
Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30
Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent