Félögin vinna nú hörðum höndum að því að minnka kolefnissporið í kringum leikinn í samstarfi við sjónvarpsstöðina Sky.
Stuðningsmenn liðanna verða hvattir til að hjóla á völlinn eða nota almenningssamgöngur, og þá munu sjoppurnar á vellinum bjóða upp á fjölbreytt matvæli úr jurtaríkinu og stuðningsmennirnir hvattir til að versla sér vegan fæði.
Leikmenn liðanna munu mæta á völlinn í rútum sem ganga fyrir lífeldsneyti og á meðan leik stendur munu þeir drekka vatn úr umhverfisvænni umbúðum en ella.
Orkunotkunin í kringum leikinn er minnkuð eins og hægt er en afgangurinn verður svo veginn upp með því að styrkja fyrirtæki sem gróðursetja tré eða sjá um að hreinsa hafið.
Sky and Tottenham said the target of being net zero carbon will be achieved by reducing emissions from matchday activity such as energy used to power the game, travel to and from the stadium, and dietary choices at the venue #SportsBiz #THFC #PL https://t.co/8SHCsYpYQy
— SportsPro (@SportsPro) September 6, 2021