„Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2021 08:31 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að framtíð íslenska fótboltans sé björt. Mynd/skjáskot Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Grikkjum í undankeppni EM 2023 á Würth-vellinum í dag. Davíð Snorri Jónasson segir að gríska liðið sé erfitt að eiga við, en að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
„Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn