Segist ekki taka sálina hjá neinum en hann mun taka lappirnar undan þér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 08:00 Novak Djokovic mun þreyta þig þangað til þú getur ekki lengur staðið í lappirnar. Matthew Stockman/Getty Images Novak Djokovic er komin í átta manna úrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Jenson Brooksby. Hann var í skemmtilegu viðtali eftir leik. Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021 Tennis Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021
Tennis Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira