Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela atkvæðum frá þeim rétta Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2021 08:54 Mynd af frambjóðendunum þremur. Hinn réttmæti Boris Vishnevsky er sá eini sem hafði fyrir því að setja á sig bindi fyrir myndatökuna. Twitter/Сергей Кузин Boris Vishnevsky, rússneskur frambjóðandi stjórnarandstöðuflokks, sakar stjórnina um kosningasvindl í komandi borgarstjórnarkosningum í Pétursborg. Þegar listi yfir frambjóðendur var birtur síðasta sunnudag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vishnevsky og voru skuggalega líkir honum. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl. Rússland Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl.
Rússland Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira