Á von á minnisblaði: Ráðherra segir forsendur til að ráðast í tilslakanir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2021 11:46 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á stöðu kórónuveirufaraldursins. „Þetta gengur vel, þetta lítur bara mjög vel út; þróun faraldursins... og þessi bylgja er á öruggri niðurleið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í þessu. Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira