Oddvitaáskorunin: Möguleg þingseta hlé frá kennsluferli Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2021 21:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Valgaður Lyngdal Jónsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. Valgarður er kennari, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hann býr á Akranesi ásamt eiginkonu sinni Írisi Guðrúnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, þau Hlín Guðnýju, Jón Hjörvar og Hrafnkel Vála. Einnig býr hin virðulega tík Týra á heimilinu. Tvö eldri börnin eru flogin úr hreiðri og á síðasta ári eignuðust þau Hlín Guðný og sambýlismaður hennar, Ágúst Heimisson, soninn Jón Tinna sem er sannkallaður augasteinn afa síns og ömmu. „Ég hef alltaf verið félagshyggju- og jafnaðarmaður. Ég trúi því að sameinuð séum við alltaf sterkari en sundruð, að samvinna sé árangursríkari en samkeppni. Jafnaðarhugsjónin er auðlind, því hún felur það í sér að allir hafi jafnan rétt til að njóta styrkleika sinna en vinnur gegn sóun á mannauði og hæfileikum. Jafnaðarstefnan stuðlar að samheldni, samvinnu, trausti og mannvirðingu en vinnur gegn mismunun, skorti og sóun. Ég vil meðal annars sjá jafnaðarstefnuna birtast í virkri velferðarstefnu, sem horfir til þess að efla virkni fólks og getu til þátttöku í samfélaginu, ekki síst atvinnuþátttöku, í stað þess að horfa um of á það sem fólk skortir til fullrar þátttöku. Ég brenn líka fyrir málum eins og þjónustu við aldraða og sem kennari er ég auðvitað mjög upptekinn af velferð barna og unglinga. Þar liggur fyrir að við verðum að hlúa að geðheilsu unga fólksins okkar og ég er sérstaklega ánægður með stefnu míns flokks um þjóðarátak í heilbrigðisþjónustu og að vinna niður biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri þjónustu. Kosningastefna Samfylkingarinnar ber öll einkenni klassískrar jafnaðarstefnu. Við setjum fjölskyldur í forgang með stefnu okkar í húsnæðismálum og varðandi barnabætur, ætlum að bæta kjör öryrkja og aldraðra og boðum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Stefnan er líka ábyrg, tillögur okkar eru fjármagnaðar og það er alveg ljóst að Samfylkingin býður sig fram til að komast í ríkisstjórn, en ekki í stjórnarandstöðu.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Valgarður Lyngdal Jónsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Æskuslóðirnar eru í Hvalfirði og víða í Hvalfirði finnst mér alveg óskaplega fallegt. Norðurfjörður í Árneshreppi á Ströndum á samt alveg sérstakan stað í hjartanu og er að mínu mati fallegasti staður á jarðríki. Hvað færðu þér í bragðaref? Fersk jarðarber, mars og snickers. Uppáhalds bók? Góði dátinn Svejk og Þórðar saga kakala. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Ég skal syngja fyrir þig“ með Björgvini Halldórssyni. Alveg vandræðalega væmið og ég er enginn sérstakur aðdáandi Björgvins en það er eitthvað við þetta lag. Kannski er það texti Jónasar Friðriks, sem er frábær. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Flúðum í Hrunamannahreppi. Bjó þar um þriggja ára skeið og væri alveg til í að fara þangað aftur. Fallegur staður með góðu fólki. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Tók einn dag í einangrun í hjólhýsi í innkeyrslunni heima og horfði þá á Kötlu – alla þættina í einni atlögu. Ljómandi fínir þættir en reyndu alveg á raunhyggjumanninn í mér. Hvað tekur þú í bekk? Tek léttilega svona 25-30 nemendur í bekk á unglingastigi, það er ekkert mál. Ef ég væri hins vegar að kenna 1. bekk, þá hámark 10. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Alltaf fyrir morgunmat og get samt alveg drukkið appelsínusafa. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Hef verið í draumastarfinu mínu, kennslu, í 25 ár og lít á mögulega þingsetu aðeins sem hlé frá þeim ferli. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Sjómann? Uppáhalds tónlistarmaður? Nick Cave. Besti fimmaurabrandarinn? Þessi um froskinn og marmelaðið. Ein sterkasta minningin úr æsku? Bekkurinn í eldhúsinu hjá ömmu í sveitinni, fleytifullt mjólkurglas og ástarpungar. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Guðbjartur Hannesson. Hann var sannur leiðtogi, heill og trúr. Það verður aldrei annar Gutti. Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of Luck. Besta frí sem þú hefur farið í? Brúðkaupsferðin til Santorini. Við hjónin giftum okkur árið 2002 en brúðkaupsferðin var ekki farin fyrr en sumarið 2018. Hún var samt fullkomin. Uppáhalds þynnkumatur? Yfirleitt bara það sem er til heima, því ég nenni ekki út. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Hef séð það nánast daglega í beinni útsendingu í sjónvarpinu, nema þegar skyggnið er of lélegt fyrir myndavélarnar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Þú ert (d)rekinn.“ Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Tónleikar Reif-bræðra í Bíóhöllinni á Akranesi. Vorum reyndar bara eitt atriði af mörgum á hæfileikakeppni Fjölbrautaskólans og unnum ekki til neinna verðlauna, en fréttum seinna af því að við ættum aðdáendaklúbb á Akureyri! Rómantískasta uppátækið? Það er ekkert eitt sérstakt uppátæki heldur ótal góðar stundir okkar hjóna eins og kúr í sófa, Scrabble við kertaljós, kósí kvöldverðir og margt fleira. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira
Valgaður Lyngdal Jónsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. Valgarður er kennari, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hann býr á Akranesi ásamt eiginkonu sinni Írisi Guðrúnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, þau Hlín Guðnýju, Jón Hjörvar og Hrafnkel Vála. Einnig býr hin virðulega tík Týra á heimilinu. Tvö eldri börnin eru flogin úr hreiðri og á síðasta ári eignuðust þau Hlín Guðný og sambýlismaður hennar, Ágúst Heimisson, soninn Jón Tinna sem er sannkallaður augasteinn afa síns og ömmu. „Ég hef alltaf verið félagshyggju- og jafnaðarmaður. Ég trúi því að sameinuð séum við alltaf sterkari en sundruð, að samvinna sé árangursríkari en samkeppni. Jafnaðarhugsjónin er auðlind, því hún felur það í sér að allir hafi jafnan rétt til að njóta styrkleika sinna en vinnur gegn sóun á mannauði og hæfileikum. Jafnaðarstefnan stuðlar að samheldni, samvinnu, trausti og mannvirðingu en vinnur gegn mismunun, skorti og sóun. Ég vil meðal annars sjá jafnaðarstefnuna birtast í virkri velferðarstefnu, sem horfir til þess að efla virkni fólks og getu til þátttöku í samfélaginu, ekki síst atvinnuþátttöku, í stað þess að horfa um of á það sem fólk skortir til fullrar þátttöku. Ég brenn líka fyrir málum eins og þjónustu við aldraða og sem kennari er ég auðvitað mjög upptekinn af velferð barna og unglinga. Þar liggur fyrir að við verðum að hlúa að geðheilsu unga fólksins okkar og ég er sérstaklega ánægður með stefnu míns flokks um þjóðarátak í heilbrigðisþjónustu og að vinna niður biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri þjónustu. Kosningastefna Samfylkingarinnar ber öll einkenni klassískrar jafnaðarstefnu. Við setjum fjölskyldur í forgang með stefnu okkar í húsnæðismálum og varðandi barnabætur, ætlum að bæta kjör öryrkja og aldraðra og boðum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Stefnan er líka ábyrg, tillögur okkar eru fjármagnaðar og það er alveg ljóst að Samfylkingin býður sig fram til að komast í ríkisstjórn, en ekki í stjórnarandstöðu.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Valgarður Lyngdal Jónsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Æskuslóðirnar eru í Hvalfirði og víða í Hvalfirði finnst mér alveg óskaplega fallegt. Norðurfjörður í Árneshreppi á Ströndum á samt alveg sérstakan stað í hjartanu og er að mínu mati fallegasti staður á jarðríki. Hvað færðu þér í bragðaref? Fersk jarðarber, mars og snickers. Uppáhalds bók? Góði dátinn Svejk og Þórðar saga kakala. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Ég skal syngja fyrir þig“ með Björgvini Halldórssyni. Alveg vandræðalega væmið og ég er enginn sérstakur aðdáandi Björgvins en það er eitthvað við þetta lag. Kannski er það texti Jónasar Friðriks, sem er frábær. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Flúðum í Hrunamannahreppi. Bjó þar um þriggja ára skeið og væri alveg til í að fara þangað aftur. Fallegur staður með góðu fólki. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Tók einn dag í einangrun í hjólhýsi í innkeyrslunni heima og horfði þá á Kötlu – alla þættina í einni atlögu. Ljómandi fínir þættir en reyndu alveg á raunhyggjumanninn í mér. Hvað tekur þú í bekk? Tek léttilega svona 25-30 nemendur í bekk á unglingastigi, það er ekkert mál. Ef ég væri hins vegar að kenna 1. bekk, þá hámark 10. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Alltaf fyrir morgunmat og get samt alveg drukkið appelsínusafa. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Hef verið í draumastarfinu mínu, kennslu, í 25 ár og lít á mögulega þingsetu aðeins sem hlé frá þeim ferli. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Sjómann? Uppáhalds tónlistarmaður? Nick Cave. Besti fimmaurabrandarinn? Þessi um froskinn og marmelaðið. Ein sterkasta minningin úr æsku? Bekkurinn í eldhúsinu hjá ömmu í sveitinni, fleytifullt mjólkurglas og ástarpungar. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Guðbjartur Hannesson. Hann var sannur leiðtogi, heill og trúr. Það verður aldrei annar Gutti. Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of Luck. Besta frí sem þú hefur farið í? Brúðkaupsferðin til Santorini. Við hjónin giftum okkur árið 2002 en brúðkaupsferðin var ekki farin fyrr en sumarið 2018. Hún var samt fullkomin. Uppáhalds þynnkumatur? Yfirleitt bara það sem er til heima, því ég nenni ekki út. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Hef séð það nánast daglega í beinni útsendingu í sjónvarpinu, nema þegar skyggnið er of lélegt fyrir myndavélarnar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Þú ert (d)rekinn.“ Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Tónleikar Reif-bræðra í Bíóhöllinni á Akranesi. Vorum reyndar bara eitt atriði af mörgum á hæfileikakeppni Fjölbrautaskólans og unnum ekki til neinna verðlauna, en fréttum seinna af því að við ættum aðdáendaklúbb á Akureyri! Rómantískasta uppátækið? Það er ekkert eitt sérstakt uppátæki heldur ótal góðar stundir okkar hjóna eins og kúr í sófa, Scrabble við kertaljós, kósí kvöldverðir og margt fleira.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira