Ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 16:30 Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags. Þannig segir hann að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu fyrir helgina. Stöð 2 Egill Einarsson, einkaþjálfari segir að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Allt snúist þetta um magn og hlutfall þess sem þú borðar. Hann segir föstudagspítsuhefð Íslendinga þó vera ákveðið vandamál og mælir frekar með því að fólk færi pítsuátið yfir á sunnudag. „Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“ Heilsa Matur Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
„Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“
Heilsa Matur Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira