XD kannast ekki við sitt rétta slagorð Jökull Sólberg skrifar 7. september 2021 15:00 Í Silfrinu vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við að aðhyllast nýfrjálshyggju. Frambjóðandi XD hefur verið aðstoðarkona Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra á kjörtímabilinu sem rennur nú sitt skeið á enda. Ráðherrann hefur áður deilt færslu á Instagram sem sýnir „surprise“ súkkulaðiköku frá aðstoðarmönnum sínum með mynd af Ronald Reagan með kúrekahatt, eitt af átrúnaðargoðum nýfrjálshyggjufólks. Þetta fólk veit vel hvað nýfrjálshyggja er. Flokkurinn hefur farið frá því að reka nýfrjálshyggjustefnu og trúa því að hún þjóni hagsmunum meirihluta þjóðarinnar yfir í að þykjast ekki kannast við hugtakið sem hefur verið gengisfellt, meðal annars í Panama gagnalekanum sem varpaði ljósi á raunverulega efnastöðu efsta lags þjóðfélagsins, hér heima og á heimsvísu. Flokkurinn þjónar ekki hagsmunum nema um 5% þess fylgis sem hann hefur í dag – hina raunverulegu auðkýfinga og nokkur vel launuð fylgitungl þeirra. Þessi litli hópur dugir ekki til að bera flokkinn inn í ráðuneytin. Þessvegna hefur flokkurinn snúið sér að loðnum slagorðum í von um að sínir vanaföstustu kjósendur takist að sauma saman slagorðabúta sem röksemd fyrir sínu atkvæði. „Nýsköpun“ – í boði þeirra sem verja tugum milljarða í eftirlitslausar endurgreiðslur til stórfyrirtækja í nafni „rannsókna og vísinda“ og leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt atvinnulíf“ – í boði þeirra sem verja auðhringi og þá fábreytni sem fákeppni og einokun elur af sér. „Frelsi“ – í boði þeirra sem hafa varið og hvatt til þeirra mannfjandlegu starfsemi sem á sér stað í Útlendingastofnun. „Stöðugleiki“ – í boði þeirra sem hafa brotið niður félagslega húsnæðiskerfið og leyft leigumarkaði að vera undir lágmarks eftirliti og með lágmarks réttindum leigjenda. „Frjáls alþjóðaviðskipti“ – í boði þeirra sem svæfa skattrannsóknamál íslenskra alþjóðafyrirtækja með stjórnsýslufúski, sveltistefnu og seinagangi. Flokkurinn treystir sér ekki til að lengja mál sitt um þessi slagorð. Hann veit að forn frægð er hans síðasta varnarvígi — best sé að krossa fingur og vona að lekinn verði sem minnstur. Sósíalistar bjóða nú fram til Alþingis með fjölmörg tilboð til kjósenda. Þar vegur afmarkaðsvæðing húsnæðis og skattkerfisbreyting sem skilar sér í skattalækkun fyrir flestar tekjutíundir þungt, þó af mörgu öðru sé að taka. Allt er þetta gert til að stöðva og vinda ofan af þeim skaða sem frjálshyggja og auðræði hefur ollið á samfélaginu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og flokka sem hafa hleypt honum í mikilvægustu ráðuneytin. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafði eitt sinn húmaníska taug og tengingu við sína kjósendur þá er sú tíð liðin. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Jökull Sólberg Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í Silfrinu vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við að aðhyllast nýfrjálshyggju. Frambjóðandi XD hefur verið aðstoðarkona Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra á kjörtímabilinu sem rennur nú sitt skeið á enda. Ráðherrann hefur áður deilt færslu á Instagram sem sýnir „surprise“ súkkulaðiköku frá aðstoðarmönnum sínum með mynd af Ronald Reagan með kúrekahatt, eitt af átrúnaðargoðum nýfrjálshyggjufólks. Þetta fólk veit vel hvað nýfrjálshyggja er. Flokkurinn hefur farið frá því að reka nýfrjálshyggjustefnu og trúa því að hún þjóni hagsmunum meirihluta þjóðarinnar yfir í að þykjast ekki kannast við hugtakið sem hefur verið gengisfellt, meðal annars í Panama gagnalekanum sem varpaði ljósi á raunverulega efnastöðu efsta lags þjóðfélagsins, hér heima og á heimsvísu. Flokkurinn þjónar ekki hagsmunum nema um 5% þess fylgis sem hann hefur í dag – hina raunverulegu auðkýfinga og nokkur vel launuð fylgitungl þeirra. Þessi litli hópur dugir ekki til að bera flokkinn inn í ráðuneytin. Þessvegna hefur flokkurinn snúið sér að loðnum slagorðum í von um að sínir vanaföstustu kjósendur takist að sauma saman slagorðabúta sem röksemd fyrir sínu atkvæði. „Nýsköpun“ – í boði þeirra sem verja tugum milljarða í eftirlitslausar endurgreiðslur til stórfyrirtækja í nafni „rannsókna og vísinda“ og leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt atvinnulíf“ – í boði þeirra sem verja auðhringi og þá fábreytni sem fákeppni og einokun elur af sér. „Frelsi“ – í boði þeirra sem hafa varið og hvatt til þeirra mannfjandlegu starfsemi sem á sér stað í Útlendingastofnun. „Stöðugleiki“ – í boði þeirra sem hafa brotið niður félagslega húsnæðiskerfið og leyft leigumarkaði að vera undir lágmarks eftirliti og með lágmarks réttindum leigjenda. „Frjáls alþjóðaviðskipti“ – í boði þeirra sem svæfa skattrannsóknamál íslenskra alþjóðafyrirtækja með stjórnsýslufúski, sveltistefnu og seinagangi. Flokkurinn treystir sér ekki til að lengja mál sitt um þessi slagorð. Hann veit að forn frægð er hans síðasta varnarvígi — best sé að krossa fingur og vona að lekinn verði sem minnstur. Sósíalistar bjóða nú fram til Alþingis með fjölmörg tilboð til kjósenda. Þar vegur afmarkaðsvæðing húsnæðis og skattkerfisbreyting sem skilar sér í skattalækkun fyrir flestar tekjutíundir þungt, þó af mörgu öðru sé að taka. Allt er þetta gert til að stöðva og vinda ofan af þeim skaða sem frjálshyggja og auðræði hefur ollið á samfélaginu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og flokka sem hafa hleypt honum í mikilvægustu ráðuneytin. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafði eitt sinn húmaníska taug og tengingu við sína kjósendur þá er sú tíð liðin. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun