Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2021 19:27 Hámarksrennsli við Sveinstind er lægra en í síðustu hlaupum. Vísir/RAX Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Skaftá og Skaftárjökul í dag þar sem hann tók myndirnar og myndbandið sem sjá má hér í fréttinni. Þar má glögglega sjá kraftinn í hlaupinu. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist væri að hlaupvatnið gæti náð byggð síðla dags á morgun eða fimmtudagsmorgun. Ekki er þó talið líklegt að mannvirki séu í hættu, önnur en vegir sem liggja á svæðinu í grennd við Skaftá. Krafturinn er töluverðurVísir/RAX Eins og sést glögglega er töluvert rennsli í Skaftá en áætlað er að um 75 gígalítrar af hlaupvatni hafi komið fram við Sveinstind á fyrsta sólarhringi hlaupsins. Mælieiningin gígalíter er teningur sem er 100 metrar á kant, eða það sama og ein milljón rúmmetra af vatni, eða einn milljarður lítra. Til samanburðar þarf um eitt þúsund rúmmetra af vatni til að fylla Laugardalsslaugina. Vegurinn í Skaftárdal er farinn í sundur eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Skaftá er þegar byrjuð að flæða yfir vegi.Vísir/RAX Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp á rúma 560m3/sek. Það sama gildir um rennsli við Sveinstind sem mælist áfram rétt undir 1.500m3/sek. Mælingar gefa til kynna að heildarrúmmál eystri ketilsins hafi verið um 260 gígalítrar áður en hljóp úr honum. Það má því áætla að aðeins um 1/3 heildarrúmmáls hlaupvatnsins sé nú þegar kominn fram við Sveinstind. Ketilinn hefur sigið eins og sést glögglega hér.Vísir/RAX Hámarksrennsli við Sveinstind er lægra en í síðustu hlaupum úr eystri katlinum svo ætla má að núverandi hlaup komi til með að vara lengur. Hlaup sem varir lengur, ásamt hárri vatnsstöðu í upphafi hlaups, getur orsakað meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð, að því er segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mesti hamagangurinn í dag var við brýrnar yfir í Skaftárdal, efstu jörðina í Skaftártungu, þar sem flætt hefur yfir veginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp án 560m3/sek.Visir/RAX Skaftáin breiðir úr sér.Visir/RAX Mikið rennsli er í ánni.Vísir/RAX Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Umhverfismál Samgöngur Tengdar fréttir Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Skaftá og Skaftárjökul í dag þar sem hann tók myndirnar og myndbandið sem sjá má hér í fréttinni. Þar má glögglega sjá kraftinn í hlaupinu. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist væri að hlaupvatnið gæti náð byggð síðla dags á morgun eða fimmtudagsmorgun. Ekki er þó talið líklegt að mannvirki séu í hættu, önnur en vegir sem liggja á svæðinu í grennd við Skaftá. Krafturinn er töluverðurVísir/RAX Eins og sést glögglega er töluvert rennsli í Skaftá en áætlað er að um 75 gígalítrar af hlaupvatni hafi komið fram við Sveinstind á fyrsta sólarhringi hlaupsins. Mælieiningin gígalíter er teningur sem er 100 metrar á kant, eða það sama og ein milljón rúmmetra af vatni, eða einn milljarður lítra. Til samanburðar þarf um eitt þúsund rúmmetra af vatni til að fylla Laugardalsslaugina. Vegurinn í Skaftárdal er farinn í sundur eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Skaftá er þegar byrjuð að flæða yfir vegi.Vísir/RAX Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp á rúma 560m3/sek. Það sama gildir um rennsli við Sveinstind sem mælist áfram rétt undir 1.500m3/sek. Mælingar gefa til kynna að heildarrúmmál eystri ketilsins hafi verið um 260 gígalítrar áður en hljóp úr honum. Það má því áætla að aðeins um 1/3 heildarrúmmáls hlaupvatnsins sé nú þegar kominn fram við Sveinstind. Ketilinn hefur sigið eins og sést glögglega hér.Vísir/RAX Hámarksrennsli við Sveinstind er lægra en í síðustu hlaupum úr eystri katlinum svo ætla má að núverandi hlaup komi til með að vara lengur. Hlaup sem varir lengur, ásamt hárri vatnsstöðu í upphafi hlaups, getur orsakað meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð, að því er segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mesti hamagangurinn í dag var við brýrnar yfir í Skaftárdal, efstu jörðina í Skaftártungu, þar sem flætt hefur yfir veginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp án 560m3/sek.Visir/RAX Skaftáin breiðir úr sér.Visir/RAX Mikið rennsli er í ánni.Vísir/RAX
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Umhverfismál Samgöngur Tengdar fréttir Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19
Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51