Það eru tækifæri í heilbrigðisþjónustu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 8. september 2021 08:30 Í gegnum tíðina höfum við átt býsna gott heilbrigðiskerfi. Kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Breið samstaða hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum um að heilbrigðisþjónusta skuli vera fólki aðgengileg óháð efnahag þess. Á vettvangi stjórnmálanna hefur hins vegar verið tekist á um hvort ríkisrekið kerfi megi eitt veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja hina pólitísku átakalínur í dag, en ekki um það hvort heilbrigðisþjónusta eigi að vera greidd af hinu opinbera. Eftirsóttustu starfskraftar heims Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í þannig samkeppnisumhverfi ætti metnaður stjórnvalda auðvitað að vera að laða starfsfólk til sín. Forsætisráðherra hefur talað um að í hennar huga sé mönnunarvandi einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Engu að síður hefur ríkisstjórn hennar unnið eftir aðferðafræði sem fækkar tækifærum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kjörtímabil hefur verið þrengt að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu svo sem hjá læknum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum. Afleiðingin er að hægar gengur með nýliðun og biðlistar lengjast og lengjast. Þessir biðlistar hafa ekki síst bitnað á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Við þekkjum sömuleiðis þá framkvæmd að bjóða sjúklingum, aðstandendum þeirra og skattgreiðendum upp á að sjúklingar séu sendir í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar þjónustu hér heima. Þessi leið er farin enda þótt þægilegri og ódýrari kostur bjóðist hér heima og enda þótt hér séu starfandi sérfræðingar sem vel geta sinnt þessum verkefnum. Allt þetta kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír gengið hönd í hönd um framkvæmd þessarar stefnu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur í kosningabaráttunni talað með þeim hætti að það er eins og hann hafi gleymt því eftir hvaða stefnu hefur verið unnið og gleymt því að flokkur hans hefur í fjögur ár stutt þessar kreddur. Hið sama á við um Framsóknarflokkinn. Staðan á Landspítalanum Staðan á Landspítala hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við takmarkanir á daglegu lífi og athafnfrelsi. Til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Auka þarf fjármagn til Landspítalans svo hann standi undir þeim kröfum sem gera á til aðalsjúkrahúss þjóðarinnar. Ótækt er að takmarkanir á daglegu lífi borgara landsins séu þyngri en þörf er á vegna þess að spítalinn hefur ekki nauðsynlegar bjargir. Á sama tíma eru ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs og sóttvarnaaðgerða nú yfir 1000 milljarðar. Það er samfélaginu gríðarlega kostnaðarsöm staða. Þjónustan er það sem máli skiptir Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur þess. Það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Fjármagn til heilbrigðismála þarf að byggja á greiningu á þörf og kostnaðarmati, þannig að fjármunum hins opinbera sé varið skynsamlega. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir að þeir vilji áframhaldandi samstarf að loknum kosningum. Miklu skiptir þess vegna að fólk geri sér þá grein fyrir því að atkvæði greitt flokkunum þremur felur í sér áframhaldandi stefnu í heilbrigðismálum sem þjónar kreddum fremur en fólki. Stefnu sem horfir fram hjá þörfum þeirra sem nota þjónustuna. Verkefnið fram undan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu. Það er í þágu notenda og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Fyrir þessum sjónarmiðum mun Viðreisn áfram berjast. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina höfum við átt býsna gott heilbrigðiskerfi. Kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Breið samstaða hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum um að heilbrigðisþjónusta skuli vera fólki aðgengileg óháð efnahag þess. Á vettvangi stjórnmálanna hefur hins vegar verið tekist á um hvort ríkisrekið kerfi megi eitt veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja hina pólitísku átakalínur í dag, en ekki um það hvort heilbrigðisþjónusta eigi að vera greidd af hinu opinbera. Eftirsóttustu starfskraftar heims Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í þannig samkeppnisumhverfi ætti metnaður stjórnvalda auðvitað að vera að laða starfsfólk til sín. Forsætisráðherra hefur talað um að í hennar huga sé mönnunarvandi einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Engu að síður hefur ríkisstjórn hennar unnið eftir aðferðafræði sem fækkar tækifærum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kjörtímabil hefur verið þrengt að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu svo sem hjá læknum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum. Afleiðingin er að hægar gengur með nýliðun og biðlistar lengjast og lengjast. Þessir biðlistar hafa ekki síst bitnað á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Við þekkjum sömuleiðis þá framkvæmd að bjóða sjúklingum, aðstandendum þeirra og skattgreiðendum upp á að sjúklingar séu sendir í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar þjónustu hér heima. Þessi leið er farin enda þótt þægilegri og ódýrari kostur bjóðist hér heima og enda þótt hér séu starfandi sérfræðingar sem vel geta sinnt þessum verkefnum. Allt þetta kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír gengið hönd í hönd um framkvæmd þessarar stefnu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur í kosningabaráttunni talað með þeim hætti að það er eins og hann hafi gleymt því eftir hvaða stefnu hefur verið unnið og gleymt því að flokkur hans hefur í fjögur ár stutt þessar kreddur. Hið sama á við um Framsóknarflokkinn. Staðan á Landspítalanum Staðan á Landspítala hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við takmarkanir á daglegu lífi og athafnfrelsi. Til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Auka þarf fjármagn til Landspítalans svo hann standi undir þeim kröfum sem gera á til aðalsjúkrahúss þjóðarinnar. Ótækt er að takmarkanir á daglegu lífi borgara landsins séu þyngri en þörf er á vegna þess að spítalinn hefur ekki nauðsynlegar bjargir. Á sama tíma eru ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs og sóttvarnaaðgerða nú yfir 1000 milljarðar. Það er samfélaginu gríðarlega kostnaðarsöm staða. Þjónustan er það sem máli skiptir Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur þess. Það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Fjármagn til heilbrigðismála þarf að byggja á greiningu á þörf og kostnaðarmati, þannig að fjármunum hins opinbera sé varið skynsamlega. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir að þeir vilji áframhaldandi samstarf að loknum kosningum. Miklu skiptir þess vegna að fólk geri sér þá grein fyrir því að atkvæði greitt flokkunum þremur felur í sér áframhaldandi stefnu í heilbrigðismálum sem þjónar kreddum fremur en fólki. Stefnu sem horfir fram hjá þörfum þeirra sem nota þjónustuna. Verkefnið fram undan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu. Það er í þágu notenda og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Fyrir þessum sjónarmiðum mun Viðreisn áfram berjast. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar