Fjórir bardagar eru á dagskránni en sá stærsti er eflaust viðureign Vitors Belfort og Evanders Holyfield. Þetta er fyrsti bardagi hins 58 ára Holyfields í áratug. Hann hljóp í skarðið fyrir Oscar De La Hoya sem átti að keppa við Belfort en þurfti að draga sig úr keppni eftir að hann greindist með kórónuveiruna.
Þá mætast gömlu UFC-stjörnurnar Anderson Silva og Tito Ortiz og breski hnefaleikakappinn snýr David Haye snýr aftur í hringinn þegar hann mætir Joe Fournier.
Trump kveðst spenntur fyrir bardagakvöldinu. „Ég elska frábæra bardagakappa og frábæra bardaga. Ég hlakka til að horfa á bardagana og deila skoðunum mínum með áhorfendum. Þú vilt ekki missa af þessum viðburði,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Trump er ekki ókunnur hnefaleikum en hann hélt fjöldan allan af bardögum í spilavítum sínum í Atlantic City í New Jersey á 9. og 10. áratug síðustu aldar.