Marel stendur fyrir átaki til styrktar alþjóðaverkefnum Rauða krossins Heimsljós 8. september 2021 14:01 B. Mast/Rauði krossinn Fram til 20. september hvetur Marel starfsmenn sína að taka þátt í alþjóðlegu söfnunarátaki. Á mánudag hófst átakið Move the Globe hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Ætlunin er að ganga hringinn í kringum jörðina til að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Marel býður einnig samstarfsaðilum og viðskiptavinum til að taka þátt í verkefninu með þeim. Fram til 20. september hvetur Marel starfsmenn sína að taka þátt í alþjóðlegu söfnunarátaki þar sem hvert göngu- og/eða hlaupaskref, sundtak, hjóla eða rúlluskautaferð telst með í sérstöku Move the Globe „ferðalagi“ hringinn í kringum hnöttinn, en hringurinn er samtals 40.075 km. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn. Fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi fagnar þessu frábæra frumkvæði Marel. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins er til fyrirmyndar, hér heima og á alþjóðavettvangi. Stuðningur Marel mun sannarlega nýtast vel í verkefnum Rauða krossins í norðurhluta Brasilíu. Þar er unnið að mjög aðkallandi lífsbjargandi verkefnum, eins og að tryggja aðgengi fólks að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, fólki sem flúið hefur átök og óstöðugleika í Venesúela,“ segir hún. Kristín segir sérstaklega ánægjulegt að átakið hvetji til virkni og hreyfingar meðal starfsfólks sem fellur vel að áherslum Rauða krossins. Fjölmörg verkefni Rauða krossins innanlands og á alþjóðavísu styðja einmitt við bætta lýðheilsu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marel gefur fjármuni til verkefna Rauða krossins. Í nóvember á síðasta ári tryggði Marel mataröryggi í Suður Súdan með rausnarlegu fjárframlagi að fjárhæð 1 milljón evra, eða rúmlega 150 milljónir íslenskra króna. Þá hefur Marel styrkt vatnsverkefni Rauða krossins í Malaví um 600 þúsund evrur, eða rúmlega 90 milljónir íslenskra króna. Rauði krossinn á Íslandi leggur ríka áherslu á samstarf við fyrirtæki á Íslandi. Fyrr á þessu ári hleypti félagið af stokkunum nýjum sjóði, Sjálfbærnissjóði Rauða krossins Íslandi, hugsaður er til að færa fyrirtækjum nýja leið til efla samfélagslega ábyrgð sína. Hugmyndafræði sjóðsins er að tengja markmið fyrirtækja um sjálfbærni og samfélagsábyrgð við framlög til verkefna Rauða krossins, með því að beita alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og mælikvörðum, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og ESG (umhverfi, samfélag, stjórnhættir). Sjóðurinn hefur þegar vakið alþjóðlega athygli. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Á mánudag hófst átakið Move the Globe hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Ætlunin er að ganga hringinn í kringum jörðina til að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Marel býður einnig samstarfsaðilum og viðskiptavinum til að taka þátt í verkefninu með þeim. Fram til 20. september hvetur Marel starfsmenn sína að taka þátt í alþjóðlegu söfnunarátaki þar sem hvert göngu- og/eða hlaupaskref, sundtak, hjóla eða rúlluskautaferð telst með í sérstöku Move the Globe „ferðalagi“ hringinn í kringum hnöttinn, en hringurinn er samtals 40.075 km. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn. Fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi fagnar þessu frábæra frumkvæði Marel. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins er til fyrirmyndar, hér heima og á alþjóðavettvangi. Stuðningur Marel mun sannarlega nýtast vel í verkefnum Rauða krossins í norðurhluta Brasilíu. Þar er unnið að mjög aðkallandi lífsbjargandi verkefnum, eins og að tryggja aðgengi fólks að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, fólki sem flúið hefur átök og óstöðugleika í Venesúela,“ segir hún. Kristín segir sérstaklega ánægjulegt að átakið hvetji til virkni og hreyfingar meðal starfsfólks sem fellur vel að áherslum Rauða krossins. Fjölmörg verkefni Rauða krossins innanlands og á alþjóðavísu styðja einmitt við bætta lýðheilsu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marel gefur fjármuni til verkefna Rauða krossins. Í nóvember á síðasta ári tryggði Marel mataröryggi í Suður Súdan með rausnarlegu fjárframlagi að fjárhæð 1 milljón evra, eða rúmlega 150 milljónir íslenskra króna. Þá hefur Marel styrkt vatnsverkefni Rauða krossins í Malaví um 600 þúsund evrur, eða rúmlega 90 milljónir íslenskra króna. Rauði krossinn á Íslandi leggur ríka áherslu á samstarf við fyrirtæki á Íslandi. Fyrr á þessu ári hleypti félagið af stokkunum nýjum sjóði, Sjálfbærnissjóði Rauða krossins Íslandi, hugsaður er til að færa fyrirtækjum nýja leið til efla samfélagslega ábyrgð sína. Hugmyndafræði sjóðsins er að tengja markmið fyrirtækja um sjálfbærni og samfélagsábyrgð við framlög til verkefna Rauða krossins, með því að beita alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og mælikvörðum, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og ESG (umhverfi, samfélag, stjórnhættir). Sjóðurinn hefur þegar vakið alþjóðlega athygli. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent