Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. september 2021 14:01 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun Vísir/Egill Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun. Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun.
Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira