Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2021 13:06 Baráttan við Guðlaug Þór, um efsta sætið í Reykjavík, kostaði Áslaugu Örnu rétt tæpar níu milljónir króna. Athygli vekur að ekki liggur fyrir uppgjör utanríkisráðherra þó skilafrestur sé útrunninn. Á því eru þær skýringar að Guðlaugur Þór hafði ekki áttað sig á því að tímafresturinn var liðinn. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira