Jonni Sigmars og Landsflokkurinn úr leik í komandi kosningum Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2021 14:25 Jóhann Sigmarsson, formaður Landsflokksins segir að dómsmálaráðuneytið hafi vísvitandi stuðlað að því að flokkur hans fékk ekki stafinn L og getur ekki boðið fram í komandi Alþingiskosningum. Steingrímur Karlsson Jóhann Sigmarsson, stofnandi Landsflokksins, sem ætíð er kallaður Jonni Sigmars, vandar stjórnvöldum og stjórnsýslu ekki kveðjurnar. Framboð hans hefur verið dæmt úr leik vegna skorts á undirskriftum. „Þetta er bara búið,“ segir Jonna í samtali við Vísi. „Fini.“ En honum tókst ekki að skila inn tilskyldum fjölda undirskrifta fyrir tilsettan tíma, að mati dómsmálaráðuneytisins. Sem fer ekki saman við mat Jonna en hann telur að Landsflokknum hafi vísvitandi verið haldið utan komandi Alþingiskosninga sem fram fara eftir liðlega hálfan mánuð, eða 25. september næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru listarnir sem fyrirliggjandi eru eftirfarandi og þá í þeirri röð sem sótt var um þá og/eða auglýsingar birtust. A-listi Björt framtíð B-listi Framsóknarflokkur C-listi Viðreisn D-listi Sjálfstæðisflokkur F-listi Flokkur fólksins M-listi Miðflokkurinn P-listi Píratar R-listi Alþýðufylkingin S-listi Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands T-listi Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V-listi Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þ-listi Frelsisflokkurinn O-listi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn J-listi Sósíalistaflokkur Íslands Y-listi: Ábyrg framtíð Samkvæmt sömu upplýsingum rann frestur til að sækja um nýjan listabókstaf 7. september. Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 10. september kl. 12 á hádegi. Þetta þýðir að Landsflokkurinn er úr leik. Stofnandi hans segist hvergi nærri af baki dottinn, að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. En þar er ekki kræsilegt um að litast að sögn Jonna og þar sé af nógu að taka. Segir dómsmálaráðuneytið vísvitandi lagt stein í götu flokksins Jonni gagnrýnir dómsmálaráðuneytið harðlega fyrir að hafa ekki samþykkt undirskriftalista frá sér. Hann hafi ítrekað farið niður í dómsmálaráðuneyti og reynt að greiða úr flækju en hann segir að það hafi dregið lappirnar með að senda áskilin eyðublöð. Hann hafi verið kominn með 342 undirskriftir, sem voru sannarlega til staðar í tæka tíð en hann hafi verið beðinn um að taka mynd af listunum og þá hafi verið litið til þess hvenær sú mynd var tekin. Ekki hvenær skrifað var undir. Síðan hefur Jonni safnað rafrænt undirskriftum og séu þær samtals um 600 talsins. Jonni telur þetta allt með ráðum gert, hæstvirtur ráðherra nokkur hafi talað um að það væru allt of mörg framboð og stórnsýslan hafi beinlínis, í anda þess, komið í veg fyrir að af framboði Landsflokksins gæti orðið. En er þetta ekki bara klúður af þinni hálfu? „Nei, þetta er brot á lýðræðinu,“ segir Jonni. Grafalvarleg atlaga að lýðræðinu Jonni útskýrir að það brot snúi ekki að því að fólk geti nú ekki kosið Landsflokkinn heldur því að ekki geti hver sem er boðið sig fram. Slíkt sé handvalið af klíku sem hafi slegið eignarhaldi sínu á kerfið allt. Hann segir þetta grafalvarlegt mál. „Almenningur ætti að stappa niður fótum gagnvart þessu og sleppa því að mæta á kjörstað, eða skila auðu. Þetta eru glæpahringir sem stjórna hérna.“ Spurður um kostnað vegna framboðsins segir Jonni að þetta hafi meira og minna allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Fyrir liggi 70 þúsund króna styrkur frá ónefndum aðila en það sé líka allt og sumt. „Í öðru lýðræðisríki yrðu þessar kosningar dæmdar ólöglegar vegna þessa. Þeir velja hverjum þeir hafna og hverjir komast inn.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Þetta er bara búið,“ segir Jonna í samtali við Vísi. „Fini.“ En honum tókst ekki að skila inn tilskyldum fjölda undirskrifta fyrir tilsettan tíma, að mati dómsmálaráðuneytisins. Sem fer ekki saman við mat Jonna en hann telur að Landsflokknum hafi vísvitandi verið haldið utan komandi Alþingiskosninga sem fram fara eftir liðlega hálfan mánuð, eða 25. september næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru listarnir sem fyrirliggjandi eru eftirfarandi og þá í þeirri röð sem sótt var um þá og/eða auglýsingar birtust. A-listi Björt framtíð B-listi Framsóknarflokkur C-listi Viðreisn D-listi Sjálfstæðisflokkur F-listi Flokkur fólksins M-listi Miðflokkurinn P-listi Píratar R-listi Alþýðufylkingin S-listi Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands T-listi Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V-listi Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þ-listi Frelsisflokkurinn O-listi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn J-listi Sósíalistaflokkur Íslands Y-listi: Ábyrg framtíð Samkvæmt sömu upplýsingum rann frestur til að sækja um nýjan listabókstaf 7. september. Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 10. september kl. 12 á hádegi. Þetta þýðir að Landsflokkurinn er úr leik. Stofnandi hans segist hvergi nærri af baki dottinn, að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. En þar er ekki kræsilegt um að litast að sögn Jonna og þar sé af nógu að taka. Segir dómsmálaráðuneytið vísvitandi lagt stein í götu flokksins Jonni gagnrýnir dómsmálaráðuneytið harðlega fyrir að hafa ekki samþykkt undirskriftalista frá sér. Hann hafi ítrekað farið niður í dómsmálaráðuneyti og reynt að greiða úr flækju en hann segir að það hafi dregið lappirnar með að senda áskilin eyðublöð. Hann hafi verið kominn með 342 undirskriftir, sem voru sannarlega til staðar í tæka tíð en hann hafi verið beðinn um að taka mynd af listunum og þá hafi verið litið til þess hvenær sú mynd var tekin. Ekki hvenær skrifað var undir. Síðan hefur Jonni safnað rafrænt undirskriftum og séu þær samtals um 600 talsins. Jonni telur þetta allt með ráðum gert, hæstvirtur ráðherra nokkur hafi talað um að það væru allt of mörg framboð og stórnsýslan hafi beinlínis, í anda þess, komið í veg fyrir að af framboði Landsflokksins gæti orðið. En er þetta ekki bara klúður af þinni hálfu? „Nei, þetta er brot á lýðræðinu,“ segir Jonni. Grafalvarleg atlaga að lýðræðinu Jonni útskýrir að það brot snúi ekki að því að fólk geti nú ekki kosið Landsflokkinn heldur því að ekki geti hver sem er boðið sig fram. Slíkt sé handvalið af klíku sem hafi slegið eignarhaldi sínu á kerfið allt. Hann segir þetta grafalvarlegt mál. „Almenningur ætti að stappa niður fótum gagnvart þessu og sleppa því að mæta á kjörstað, eða skila auðu. Þetta eru glæpahringir sem stjórna hérna.“ Spurður um kostnað vegna framboðsins segir Jonni að þetta hafi meira og minna allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Fyrir liggi 70 þúsund króna styrkur frá ónefndum aðila en það sé líka allt og sumt. „Í öðru lýðræðisríki yrðu þessar kosningar dæmdar ólöglegar vegna þessa. Þeir velja hverjum þeir hafna og hverjir komast inn.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira