Ertu sósíalisti? Taktu prófið Ólafur Hauksson skrifar 9. september 2021 07:00 Langt er síðan stjórnmálaflokkur hefur boðað jafn afgerandi umbyltingu þjóðfélagsins og Sósíalistar. En hvað þýðir það að vera sósíalisti undir merkjum Sósíalistaflokksins? Hér eru tíu spurningar sem þú getur svarað til að átta þig á því hvort þú eigir samleið með flokknum. Prófið byggir á dæmum úr stefnu Sósíalistaflokksins og reynslu af framkvæmd sósíalismans víða um heim. 1. Valdið til fólksins Í stefnu Sósíalistaflokksins segir að almenningur þurfi að ná völdum yfir opinberum stofnunum, vinnustöðum, verkalýðsfélögum, skólum og sveitarfélögum. Ef til þess kemur, telur þú þig ráða við að taka við stjórn fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem þú starfar hjá? A: Já, ég er almenningur. B: Ég tel rétt að hæft fólk með þekkingu og reynslu leiði starfsemi fyrirtækja og stofnana. 2. Viðráðanlegt matvælaverð. Í stefnu Sósíalistaflokksins segir að matvælaverð skuli vera viðráðanlegt almenningi. Útreikningur á matvælaverði þarf þar með að vera í höndum verðlagsráða undir stjórn almennings því enginn annar en almenningur getur vitað hvaða verð þykir viðráðanlegt. A: Ég er sammála þessari aðferðafræði og treysti mér til að sitja í verðlagráði til að ákveða hvaða verð þykir viðráðanlegt. B: Ég tel að framboð og eftirspurn eigi að ráða vöruverði hér eftir sem hingað til. 3. Hinn svokallaði markaður Miðstýring hagkerfisins er kjarni sósíalismans. Í sósíalísku þjóðfélagi ákveða stjórnvöld framboð vöru og þjónustu í samræmi við skilgreiningu þeirra á þörfum fólksins fremur en að „hinn svokallaði markaður“ geri það. Hver er þín afstaða? A: Ég myndi sætta mig við að sósíalískar skömmtunarnefndir ákveði hvað kemur mér best úr því að það er sagt bæta hag alþýðunnar. B: Ég vil hafa val um hvaða vöru og þjónustu ég kaupi hverju sinni og hef trú á því að lögmál framboðs og eftirspurnar virki best í mína þágu jafnt og allra annarra. 4. Jafnaðarhugsjónin Yfirráð almennings yfir öllum stofnunum þjóðfélagsins er rauður þráður í boðskap Sósíalistaflokksins. En meira að segja Lenín gerði sér grein fyrir því að framvarðarsveit úr hópi jafningja þyrfti að leiða umbyltinguna. Hver er þín afstaða? A: Svo ég vitni í þekktan rithöfund sem skrifaði af innsæi um sósíalismann, þá eru öll dýr jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur. B: Ég er sátt/ur við núverandi fyrirkomulag stýringar í stofnunum þjóðfélagsins. 5. Valdbeitingin Lausnir sósíalismans hafa hvergi höfðað nógu vel til almennings til að fá áframhaldandi brautargengi í lýðræðislegum kosningum. Oftar en ekki hafa hin sósíalísku stjórnvöld því „neyðst“ til að ná eða halda völdum með því að banna mótmæli, múlbinda fjölmiðla, fangelsa og drepa andstæðinga, halda gervikosningar og loka landinu. Mikilvægur þáttur í því að halda uppi lögum og reglu í sósíalísku þjóðskipulagi er að fá fólk til að njósna um nágranna, fjölskyldu og vinnufélaga og tilkynna allan undirróður þeirra til öryggisstofnana ríkisins. Myndir þú tilkynna undirróður eða óhlýðni samborgara þinna, jafnvel þó það þýði atvinnumissi þeirra, útskúfun, fangelsi eða dauða? A: Já, ef það er nauðsynlegt fyrir tilveru sæluríkisins. B: Nei. 6. Ríkisrekstur Sósíalistaflokkurinn er á móti því að ríkið „styrki“ hagnaðardrifna velferðarþjónustu. Með öðrum orðum, að sem mest af velferðarþjónustu verði ríkisrekin. Ertu fylgjandi því að ríkið takið að sér að reka tannlæknastofur, sérhæfðar skurðstofur, augnlæknastofur, hjúkrunarheimili, rannsóknastofur, heimili fyrir fatlaða, meðferðarstofnanir, hjálparsamtök og fjölbreytta aðra heilbrigðis- og velferðarstarfsemi sem nú er í höndum einkaaðila eða sjálfseignarstofnana? A: Já. B: Nei. 7. Blóðsugurnar Stofnandi Sósíalistaflokksins telur að samfélagsvæða þurfi fjármálakerfið og losa það við blóðsugurnar innan þess. Væntanlega á hann þar við stjórnendur og starfsfólk fjármálastofnana, ekki síst lífeyrissjóðanna sem eiga orðið stærsta hlutann í öllum fjármálafyrirtækjum landsins – og reyndar öllum stærri fyrirtækjunum. Í þeim þjóðfélögum sem kenna sig við sósíalisma losar kerfið sig við óæskilegt fólk með fjölbreyttum hætti. Það getur verið brottrekstur, bann við starfsvettvangi, dvöl í endurmenntunarbúðum, þvingaðir búferlaflutningar, fangelsun, pyntingar eða aftökur. Ertu sammála því að bola burt „blóðsugunum“ sem hafa umsjón með fjármálakerfinu og láta almenning um að stýra því í staðinn? A: Algjörlega óhjákvæmilegt, við höfnum málamiðlunum. Ég er almenningur. B: Ef fjármálakerfið tekur of mikið til sín, þá bendir það til skorts á samkeppni. Ráðið er þá að efla samkeppnina fremur en ganga milli bols og höfuðs á fólki. 8. Spillingin Í pistli á Facebook skrifaði formaður Sósíalistaflokksins: „Frumforsenda allra spillingavarna er að taka völdin af auðvaldinu, ríkisvaldið á að gæta hagsmuna fjöldans en ekki hinna fáu ríku og valdamiklu.“ Hversu trúverðugt þykir þér að ríkisvaldið sé rétta leiðin til að „gæta hagsmuna fjöldans“ ef þú hugsar til sósíalískra landa á borð við Rússlands, Venesúela, Kúbu, Belarús, Túrkmenistan, Kína eða Norður-Kóreu? A: Mjög trúverðugt. B: Landalistinn segir það sem segja þarf. 9. Frelsun undan okinu Fjöldi ríkja sem áður voru undir oki kommúnismans/sósíalismans hafa náð að hrista það af sér, ýmist með góðu eða illu. Í staðinn hafa þau innleitt kapítalísk hagkerfi (með misgóðum árangri svosem). Hvers vegna skyldi almenningur í þessum löndum hafa yfirgefið sæluríki sósíalismans og gengið „blóðsugum auðvaldsins“ á hönd? A: Hin sósíalísku stjórnvöld sváfu á verðinum og sýndu ekki þá hörku sem þarf til að halda alþýðunni við efnið eins og Norður-Kórea hefur gert með lofsverðum árangri. B: Almenningur í þessum löndum hafði það skítt og vissi að leiðin út úr ánauðinni væri að losna undan oki miðstýringar og kúgunar. Það tók tíma og kostaði miklar fórnir en hafðist að lokum. Austur-Þýskaland er gott dæmi um þetta. 10. Aðrir stjórnmálaflokkar Kosningar eru oftast nær haldnar í hinum sósíalísku löndum og einatt fær framboð sósíalista mesta fylgið, allt upp í 99,9%. Hinar miklu „vinsældir“ sósíalísku framboðanna skýrast einatt af því að aðrir stjórnmálaflokkar eru bannaðir, eða framboð slíkra er til málamynda á vefum ríkisvaldsins, eða að forystumenn þeirra sitja í fangelsi eða hafa verið drepnir og þar fram eftir götunum. Með öðrum orðum, sósíalisminni fær ekki þrifist nema sem einræðisafl og þolir ekki lýðræðislegar kosningar enda kynnu þær að ógna „þjóðaröryggi“. Er þess konar stjórnarfar eitthvað sem þér hugnast vel? A: Já B: Nei Niðurstaða Ef þú hefur valið A við flestum eða öllum spurningunum þá ertu „sósíalisti“. Það er ekki sagt þér til hróss. Þú skilur ekki þau hagfræðilegu lögmál mannlegs eðlis sem eru undirstaða velsældar almennings í kapítalískum lýðræðisríkjum. Þú ert veruleikafirrt/ur ef þú heldur að einræðisstjórn í alræðisríki hafi hagsmuni fólksins í fyrirrúmi. Mannkynssagan hefur aðra sögu að segja, allt fram á daginn í dag. Án vafa viltu bæta kjör þeirra sem eru verst settir í þjóðfélaginu – hver vill það ekki. En ef þú heldur að Sósíalistaflokkurinn geri það með því að „almenningur nái völdum yfir stofnunum þjóðfélagins“ þá finnst þér gott að láta ljúga að þér. Það er ábyrgðarleysi að ætla að styðja stjórnmálastefnu sem hefur valdið jafn miklum þjáningum og dauða og sósíalisminn síðustu 100 árin. En innst inni veistu svosem að aðalritari Sósíalistaflokksins meinar ekkert með þessu orðagjálfri. Til þess er hann of vel gefinn og vel lesinn - og þú kannski líka. Þar að auki gæti aðalritarinn ekki gert flugu mein, sem útilokar hann strax frá ábyrgðarstöðum í alræði öreiganna. En hann er slyngur markaðsmaður og veit að það virkar vel á auðtrúa manneskjur að segja það sem hljómar vel og láta staðreyndir ekki þvælast fyrir. Góðu fréttirnar eru reyndar að jafnvel þó Sósíalistaflokkurinn fái einhverja þingmenn, þá er lýðræðið hér á landi ennþá nógu sterkt til að ófögnuður hins sósíalíska trúboðs nái ekki fótfestu. Verra er að þurfa næstu 4 árin að hlusta á úreltar skaðræðisklisjur í pontu Alþingis um þörfina fyrir valdatöku öreiganna og útrýmingu auðvaldsins. Ekki vera fáviti, hlífðu okkur við þeim illu örlögum. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Langt er síðan stjórnmálaflokkur hefur boðað jafn afgerandi umbyltingu þjóðfélagsins og Sósíalistar. En hvað þýðir það að vera sósíalisti undir merkjum Sósíalistaflokksins? Hér eru tíu spurningar sem þú getur svarað til að átta þig á því hvort þú eigir samleið með flokknum. Prófið byggir á dæmum úr stefnu Sósíalistaflokksins og reynslu af framkvæmd sósíalismans víða um heim. 1. Valdið til fólksins Í stefnu Sósíalistaflokksins segir að almenningur þurfi að ná völdum yfir opinberum stofnunum, vinnustöðum, verkalýðsfélögum, skólum og sveitarfélögum. Ef til þess kemur, telur þú þig ráða við að taka við stjórn fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem þú starfar hjá? A: Já, ég er almenningur. B: Ég tel rétt að hæft fólk með þekkingu og reynslu leiði starfsemi fyrirtækja og stofnana. 2. Viðráðanlegt matvælaverð. Í stefnu Sósíalistaflokksins segir að matvælaverð skuli vera viðráðanlegt almenningi. Útreikningur á matvælaverði þarf þar með að vera í höndum verðlagsráða undir stjórn almennings því enginn annar en almenningur getur vitað hvaða verð þykir viðráðanlegt. A: Ég er sammála þessari aðferðafræði og treysti mér til að sitja í verðlagráði til að ákveða hvaða verð þykir viðráðanlegt. B: Ég tel að framboð og eftirspurn eigi að ráða vöruverði hér eftir sem hingað til. 3. Hinn svokallaði markaður Miðstýring hagkerfisins er kjarni sósíalismans. Í sósíalísku þjóðfélagi ákveða stjórnvöld framboð vöru og þjónustu í samræmi við skilgreiningu þeirra á þörfum fólksins fremur en að „hinn svokallaði markaður“ geri það. Hver er þín afstaða? A: Ég myndi sætta mig við að sósíalískar skömmtunarnefndir ákveði hvað kemur mér best úr því að það er sagt bæta hag alþýðunnar. B: Ég vil hafa val um hvaða vöru og þjónustu ég kaupi hverju sinni og hef trú á því að lögmál framboðs og eftirspurnar virki best í mína þágu jafnt og allra annarra. 4. Jafnaðarhugsjónin Yfirráð almennings yfir öllum stofnunum þjóðfélagsins er rauður þráður í boðskap Sósíalistaflokksins. En meira að segja Lenín gerði sér grein fyrir því að framvarðarsveit úr hópi jafningja þyrfti að leiða umbyltinguna. Hver er þín afstaða? A: Svo ég vitni í þekktan rithöfund sem skrifaði af innsæi um sósíalismann, þá eru öll dýr jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur. B: Ég er sátt/ur við núverandi fyrirkomulag stýringar í stofnunum þjóðfélagsins. 5. Valdbeitingin Lausnir sósíalismans hafa hvergi höfðað nógu vel til almennings til að fá áframhaldandi brautargengi í lýðræðislegum kosningum. Oftar en ekki hafa hin sósíalísku stjórnvöld því „neyðst“ til að ná eða halda völdum með því að banna mótmæli, múlbinda fjölmiðla, fangelsa og drepa andstæðinga, halda gervikosningar og loka landinu. Mikilvægur þáttur í því að halda uppi lögum og reglu í sósíalísku þjóðskipulagi er að fá fólk til að njósna um nágranna, fjölskyldu og vinnufélaga og tilkynna allan undirróður þeirra til öryggisstofnana ríkisins. Myndir þú tilkynna undirróður eða óhlýðni samborgara þinna, jafnvel þó það þýði atvinnumissi þeirra, útskúfun, fangelsi eða dauða? A: Já, ef það er nauðsynlegt fyrir tilveru sæluríkisins. B: Nei. 6. Ríkisrekstur Sósíalistaflokkurinn er á móti því að ríkið „styrki“ hagnaðardrifna velferðarþjónustu. Með öðrum orðum, að sem mest af velferðarþjónustu verði ríkisrekin. Ertu fylgjandi því að ríkið takið að sér að reka tannlæknastofur, sérhæfðar skurðstofur, augnlæknastofur, hjúkrunarheimili, rannsóknastofur, heimili fyrir fatlaða, meðferðarstofnanir, hjálparsamtök og fjölbreytta aðra heilbrigðis- og velferðarstarfsemi sem nú er í höndum einkaaðila eða sjálfseignarstofnana? A: Já. B: Nei. 7. Blóðsugurnar Stofnandi Sósíalistaflokksins telur að samfélagsvæða þurfi fjármálakerfið og losa það við blóðsugurnar innan þess. Væntanlega á hann þar við stjórnendur og starfsfólk fjármálastofnana, ekki síst lífeyrissjóðanna sem eiga orðið stærsta hlutann í öllum fjármálafyrirtækjum landsins – og reyndar öllum stærri fyrirtækjunum. Í þeim þjóðfélögum sem kenna sig við sósíalisma losar kerfið sig við óæskilegt fólk með fjölbreyttum hætti. Það getur verið brottrekstur, bann við starfsvettvangi, dvöl í endurmenntunarbúðum, þvingaðir búferlaflutningar, fangelsun, pyntingar eða aftökur. Ertu sammála því að bola burt „blóðsugunum“ sem hafa umsjón með fjármálakerfinu og láta almenning um að stýra því í staðinn? A: Algjörlega óhjákvæmilegt, við höfnum málamiðlunum. Ég er almenningur. B: Ef fjármálakerfið tekur of mikið til sín, þá bendir það til skorts á samkeppni. Ráðið er þá að efla samkeppnina fremur en ganga milli bols og höfuðs á fólki. 8. Spillingin Í pistli á Facebook skrifaði formaður Sósíalistaflokksins: „Frumforsenda allra spillingavarna er að taka völdin af auðvaldinu, ríkisvaldið á að gæta hagsmuna fjöldans en ekki hinna fáu ríku og valdamiklu.“ Hversu trúverðugt þykir þér að ríkisvaldið sé rétta leiðin til að „gæta hagsmuna fjöldans“ ef þú hugsar til sósíalískra landa á borð við Rússlands, Venesúela, Kúbu, Belarús, Túrkmenistan, Kína eða Norður-Kóreu? A: Mjög trúverðugt. B: Landalistinn segir það sem segja þarf. 9. Frelsun undan okinu Fjöldi ríkja sem áður voru undir oki kommúnismans/sósíalismans hafa náð að hrista það af sér, ýmist með góðu eða illu. Í staðinn hafa þau innleitt kapítalísk hagkerfi (með misgóðum árangri svosem). Hvers vegna skyldi almenningur í þessum löndum hafa yfirgefið sæluríki sósíalismans og gengið „blóðsugum auðvaldsins“ á hönd? A: Hin sósíalísku stjórnvöld sváfu á verðinum og sýndu ekki þá hörku sem þarf til að halda alþýðunni við efnið eins og Norður-Kórea hefur gert með lofsverðum árangri. B: Almenningur í þessum löndum hafði það skítt og vissi að leiðin út úr ánauðinni væri að losna undan oki miðstýringar og kúgunar. Það tók tíma og kostaði miklar fórnir en hafðist að lokum. Austur-Þýskaland er gott dæmi um þetta. 10. Aðrir stjórnmálaflokkar Kosningar eru oftast nær haldnar í hinum sósíalísku löndum og einatt fær framboð sósíalista mesta fylgið, allt upp í 99,9%. Hinar miklu „vinsældir“ sósíalísku framboðanna skýrast einatt af því að aðrir stjórnmálaflokkar eru bannaðir, eða framboð slíkra er til málamynda á vefum ríkisvaldsins, eða að forystumenn þeirra sitja í fangelsi eða hafa verið drepnir og þar fram eftir götunum. Með öðrum orðum, sósíalisminni fær ekki þrifist nema sem einræðisafl og þolir ekki lýðræðislegar kosningar enda kynnu þær að ógna „þjóðaröryggi“. Er þess konar stjórnarfar eitthvað sem þér hugnast vel? A: Já B: Nei Niðurstaða Ef þú hefur valið A við flestum eða öllum spurningunum þá ertu „sósíalisti“. Það er ekki sagt þér til hróss. Þú skilur ekki þau hagfræðilegu lögmál mannlegs eðlis sem eru undirstaða velsældar almennings í kapítalískum lýðræðisríkjum. Þú ert veruleikafirrt/ur ef þú heldur að einræðisstjórn í alræðisríki hafi hagsmuni fólksins í fyrirrúmi. Mannkynssagan hefur aðra sögu að segja, allt fram á daginn í dag. Án vafa viltu bæta kjör þeirra sem eru verst settir í þjóðfélaginu – hver vill það ekki. En ef þú heldur að Sósíalistaflokkurinn geri það með því að „almenningur nái völdum yfir stofnunum þjóðfélagins“ þá finnst þér gott að láta ljúga að þér. Það er ábyrgðarleysi að ætla að styðja stjórnmálastefnu sem hefur valdið jafn miklum þjáningum og dauða og sósíalisminn síðustu 100 árin. En innst inni veistu svosem að aðalritari Sósíalistaflokksins meinar ekkert með þessu orðagjálfri. Til þess er hann of vel gefinn og vel lesinn - og þú kannski líka. Þar að auki gæti aðalritarinn ekki gert flugu mein, sem útilokar hann strax frá ábyrgðarstöðum í alræði öreiganna. En hann er slyngur markaðsmaður og veit að það virkar vel á auðtrúa manneskjur að segja það sem hljómar vel og láta staðreyndir ekki þvælast fyrir. Góðu fréttirnar eru reyndar að jafnvel þó Sósíalistaflokkurinn fái einhverja þingmenn, þá er lýðræðið hér á landi ennþá nógu sterkt til að ófögnuður hins sósíalíska trúboðs nái ekki fótfestu. Verra er að þurfa næstu 4 árin að hlusta á úreltar skaðræðisklisjur í pontu Alþingis um þörfina fyrir valdatöku öreiganna og útrýmingu auðvaldsins. Ekki vera fáviti, hlífðu okkur við þeim illu örlögum. Höfundur er almannatengill.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun