Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 20:02 Söfunarkassar Climeworks eru einfaldir í uppsetningu. Töluverðan varma þarf fyrir starfsemina. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif. Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif.
Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08