Ótrúlegt og rándýrt listaverkasafn á uppboð vegna hatrammrar skilnaðardeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2021 23:31 Á meðan allt lék í lyndi hjá Harry og Lindu Macklowe söfnuðu þau listaverkum sem mynda einstakt listaverkasafn. Patrick McMullan/Southeby's Uppboðshaldarinn Sotheby's mun í vetur og á næsta ári halda uppboð á einstöku listaverkasafni sem sett var á sölu að skipan dómara í hatrammri skilnaðardeilu aldraðra milljarðamæringa. Selja á bestu bitana úr safninu svo hægt sé að ljúka deilunni. Safnið er í eigu Harry og Lindu Macklowe sem voru gift í 59 ár. Undanfarin fimm ár hafa þau staðið í hatrammri skilnaðardeilu sem hverfist einna helst um listaverkasafn þeirra, sem þykir einstakt. Skilnaðurinn var ljótur. Sem dæmi um það lét Harry hengja upp risastóra veggmynd af sér og nýrri eiginkonu hans á skýjaklúf við Central Park árið 2019. Íbúð í skýjaklúfrinum var á meðal þess sem hjónin fyrrverandi deildu um í skilnaðinum. Hjónin fyrrverandi, sem eru bæði á níræðisaldri, höfðu komið sér upp merku safni af listaverkum eftir listamenn á borð við Picasso, Rothko og Warhol, svo dæmi séu tekin. Alls eru verkin sem á að bjóða upp hjá Sotheby's í nóvember og maí næstkomandi metin á 600 milljónir dollara. Harry Macklowe auglýsti nýtt hjónaband sitt fyrir allra augum í New York.EPA-EFE/JUSTIN LANE Á undanförnum fimm árum hafa lögfræðingar hjónanna tekist á um hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli, hver fengi hvað. Deilurnar snérust einnig um hvernig ætti að verðleggja eignir hjónanna. Að lokum fór málið fyrir dómara sem fyrirskipaði að selja ætti 65 af verðmætustu verkunum í listaverkasafninu og skipta ágóðanum jafnt á milli hjónanna. Charles Stewart, forstjóri Southeby's, segir að uppboðið sé afar óvenjulegt, þar sem afar fátítt sé að svo verðmæt listaverk séu auglýst til sölu á sama tíma. Þeir sem ætla sér að bjóða í verkin þurfa þó líklega að eiga djúpa vasa, einstök verk í safninu eru metin á allt að sjötíu milljónir dollara. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um uppboðið hér. Bandaríkin Menning Myndlist Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Safnið er í eigu Harry og Lindu Macklowe sem voru gift í 59 ár. Undanfarin fimm ár hafa þau staðið í hatrammri skilnaðardeilu sem hverfist einna helst um listaverkasafn þeirra, sem þykir einstakt. Skilnaðurinn var ljótur. Sem dæmi um það lét Harry hengja upp risastóra veggmynd af sér og nýrri eiginkonu hans á skýjaklúf við Central Park árið 2019. Íbúð í skýjaklúfrinum var á meðal þess sem hjónin fyrrverandi deildu um í skilnaðinum. Hjónin fyrrverandi, sem eru bæði á níræðisaldri, höfðu komið sér upp merku safni af listaverkum eftir listamenn á borð við Picasso, Rothko og Warhol, svo dæmi séu tekin. Alls eru verkin sem á að bjóða upp hjá Sotheby's í nóvember og maí næstkomandi metin á 600 milljónir dollara. Harry Macklowe auglýsti nýtt hjónaband sitt fyrir allra augum í New York.EPA-EFE/JUSTIN LANE Á undanförnum fimm árum hafa lögfræðingar hjónanna tekist á um hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli, hver fengi hvað. Deilurnar snérust einnig um hvernig ætti að verðleggja eignir hjónanna. Að lokum fór málið fyrir dómara sem fyrirskipaði að selja ætti 65 af verðmætustu verkunum í listaverkasafninu og skipta ágóðanum jafnt á milli hjónanna. Charles Stewart, forstjóri Southeby's, segir að uppboðið sé afar óvenjulegt, þar sem afar fátítt sé að svo verðmæt listaverk séu auglýst til sölu á sama tíma. Þeir sem ætla sér að bjóða í verkin þurfa þó líklega að eiga djúpa vasa, einstök verk í safninu eru metin á allt að sjötíu milljónir dollara. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um uppboðið hér.
Bandaríkin Menning Myndlist Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira