Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 10:26 Guðlaugur Þór fékk 3.508 atkvæði á móti 3.326 atkvæðum Áslaugar Örnu í baráttunni um fyrsta sætið í Reykjavík. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Eins og fram kom á Vísi í vikunni varði Áslaug Arna tæpum níu milljónum króna í sitt prófkjör. Um fjórar milljónir fóru í starfsmannahald en 2,7 milljónir króna fóru í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur kosningaskrifstofu Áslaugar nam 1,6 milljónum króna. Rekstur kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs nam 6,4 milljónum króna og þá fóru 4,7 milljónir króna í auglýsingar og kynningarkostnað. Guðlaugur birti uppgjör framboðs síns í gær. Framlög lögaðila til framboðs Guðlaugs Þórs námu 2,8 milljónum króna en framlög einstaklinga 4,1 milljón króna. Sjálfur lagði Guðlaugur Þór 4,5 milljónir króna í framboð sitt en Áslaug ekki krónu. Hraðfrystihús Hellissands var á meðal þeirra félaga sem töldu hag sinn fólginn í því að Guðlaugur yrði í fyrsta sæti í Reykjavík. Hæstu framlögin til framboðs Guðlaugs Þórs komu frá T22 ehf, félagi í eigu hjónanna Sigþórs Einarssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem lögðu til 400 þúsund krónur. Það gerði Benedikt Gísli Guðmundsson líka í gegnum félag sitt Bíla og fólk ehf.. 400 þúsund krónur er hæsta fjárhæð sem má leggja til framboða. Viggó Einar Hilmarsson og Elín Jóhannesdóttir veittu 300 þúsund krónum í framboðið í gegnum félagið Viel ehf. Þá gáfu 24 einstaklingar samanlagt 4,1 milljón króna í framboðið. Barátta Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs var virkilega hörð þar sem framboð Guðlaugs Þórs gerði athugasemdir við hegðun bróður Áslaugar sem starfaði við framboðið. Kjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu að engar reglur hefðu verið brotnar. Sigurræða Guðlaugs Þórs þegar sigurinn var í höfn vakti mikla athygli. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í vikunni varði Áslaug Arna tæpum níu milljónum króna í sitt prófkjör. Um fjórar milljónir fóru í starfsmannahald en 2,7 milljónir króna fóru í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur kosningaskrifstofu Áslaugar nam 1,6 milljónum króna. Rekstur kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs nam 6,4 milljónum króna og þá fóru 4,7 milljónir króna í auglýsingar og kynningarkostnað. Guðlaugur birti uppgjör framboðs síns í gær. Framlög lögaðila til framboðs Guðlaugs Þórs námu 2,8 milljónum króna en framlög einstaklinga 4,1 milljón króna. Sjálfur lagði Guðlaugur Þór 4,5 milljónir króna í framboð sitt en Áslaug ekki krónu. Hraðfrystihús Hellissands var á meðal þeirra félaga sem töldu hag sinn fólginn í því að Guðlaugur yrði í fyrsta sæti í Reykjavík. Hæstu framlögin til framboðs Guðlaugs Þórs komu frá T22 ehf, félagi í eigu hjónanna Sigþórs Einarssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem lögðu til 400 þúsund krónur. Það gerði Benedikt Gísli Guðmundsson líka í gegnum félag sitt Bíla og fólk ehf.. 400 þúsund krónur er hæsta fjárhæð sem má leggja til framboða. Viggó Einar Hilmarsson og Elín Jóhannesdóttir veittu 300 þúsund krónum í framboðið í gegnum félagið Viel ehf. Þá gáfu 24 einstaklingar samanlagt 4,1 milljón króna í framboðið. Barátta Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs var virkilega hörð þar sem framboð Guðlaugs Þórs gerði athugasemdir við hegðun bróður Áslaugar sem starfaði við framboðið. Kjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu að engar reglur hefðu verið brotnar. Sigurræða Guðlaugs Þórs þegar sigurinn var í höfn vakti mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira