Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2021 16:03 Lee, sem er til hægri á myndinni með gráa grímu, hefur verið ákærður fyrir að ógna þjóðaröryggi en hann afplánar nú annan fangelsisdóm. EPA-EFE/JEROME FAVRE Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. Lögreglan í Hong Kong hefur undanfarið handtekið og ákært fjölda stjórnarandstæðinga fyrir brot á nýlegum þjóðaröryggislögum. Þar á meðal eru forsprakkar LýðræðishreyfingarinnarThe Hong Kong Alliance in Support of Patriotic Democratic Movements in China. Formaður hreyfingarinnar Lee Cheuk-yan og varaformennirnir tveir Albert Ho og Chow Hang-tung voru í gærkvöldi ákærð fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og grafið undan yfirvaldinu, samkvæmt öryggislögum sem tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Málið var tekið fyrir af dómstólum í morgun en Lee og Ho afplána nú dóm fyrir þátt þeirra í mótmælunum árið 2019. Chow og fjórir til viðbótar voru handteknir fyrr í þessari viku fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar í yfirstandandi rannsókn. Lögreglan framkvæmdi í gær húsleit á Fjórða júní safninu, sem samtökin halda úti til minningar um atburðina á Torgi hins himneska friðar þann 4. júní 1989. Safnið hefur verið lokað um nokkurt skeið en lögreglan lagði þar hald á tölvur, ýmis skjöl og auglýsingaefni. Þá hefur lögreglan fryst eignir samtakanna sem nema 280 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 36 milljónum króna. Samtökin eru þekktust fyrir að skipuleggja árlega minningarathöfn um atburðina á Torgi hins himneska friðar. Árlega söfnuðust þúsundir saman til að minnast atburðina, fyrir utan síðustu tvö ár en minningarathöfnin hefur verið bönnuð í Hong Kong síðan í fyrra. Stjórnvöld hafa borið fyrir sig samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins en skipuleggjendur telja skilaboð athafnarinnar orsökina. Eins og áður segir hafa stjórnvöld herjað á stjórnarandstæðinga undanfarin tvö ár, allt frá því að fjöldamótmæli sem stóðu yfir í marga mánuði hófust sumarið 2019. Tugir stjórnarandstæðinga hafa flúið Hong Kong og enn fleiri verið handteknir og fangelsaðir. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6. ágúst 2021 07:24 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong hefur undanfarið handtekið og ákært fjölda stjórnarandstæðinga fyrir brot á nýlegum þjóðaröryggislögum. Þar á meðal eru forsprakkar LýðræðishreyfingarinnarThe Hong Kong Alliance in Support of Patriotic Democratic Movements in China. Formaður hreyfingarinnar Lee Cheuk-yan og varaformennirnir tveir Albert Ho og Chow Hang-tung voru í gærkvöldi ákærð fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og grafið undan yfirvaldinu, samkvæmt öryggislögum sem tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Málið var tekið fyrir af dómstólum í morgun en Lee og Ho afplána nú dóm fyrir þátt þeirra í mótmælunum árið 2019. Chow og fjórir til viðbótar voru handteknir fyrr í þessari viku fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar í yfirstandandi rannsókn. Lögreglan framkvæmdi í gær húsleit á Fjórða júní safninu, sem samtökin halda úti til minningar um atburðina á Torgi hins himneska friðar þann 4. júní 1989. Safnið hefur verið lokað um nokkurt skeið en lögreglan lagði þar hald á tölvur, ýmis skjöl og auglýsingaefni. Þá hefur lögreglan fryst eignir samtakanna sem nema 280 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 36 milljónum króna. Samtökin eru þekktust fyrir að skipuleggja árlega minningarathöfn um atburðina á Torgi hins himneska friðar. Árlega söfnuðust þúsundir saman til að minnast atburðina, fyrir utan síðustu tvö ár en minningarathöfnin hefur verið bönnuð í Hong Kong síðan í fyrra. Stjórnvöld hafa borið fyrir sig samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins en skipuleggjendur telja skilaboð athafnarinnar orsökina. Eins og áður segir hafa stjórnvöld herjað á stjórnarandstæðinga undanfarin tvö ár, allt frá því að fjöldamótmæli sem stóðu yfir í marga mánuði hófust sumarið 2019. Tugir stjórnarandstæðinga hafa flúið Hong Kong og enn fleiri verið handteknir og fangelsaðir.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6. ágúst 2021 07:24 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34
Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6. ágúst 2021 07:24
Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24